Er hvolpurinn minn með niðurgang?

20.9.2018
Hvolpar fá stundum niðurgang. Oft gengur hann hratt yfir með einni eða tveimur losunum en stundum er niðurgangurinn svæsinn og getur þá verið vísbending um alvarlegri veikindi. Nokkrar ástæður geta verið fyrir niðurgangi hjá hvolpum.
Puppy dog sitting in long grass chewing on a stick.

Nýi hvolpurinn kemur á heimilið og fyrsta vikan gengur ljómandi vel, hvolpurinn kynnist fjölskyldunni, borðar vel, sefur nánast allar nætur og er duglegur að gera þarfir sínar úti. Dag nokkurn, þegar þú ferð út með hvolpinn, tekur þú eftir því að hann er með niðurgang. Hvað er þá til ráða?

Hvernig fékk hvolpurinn minn niðurgang?

Hvolpar fá stundum niðurgang. Oft gengur hann hratt yfir með einni eða tveimur losunum en stundum er niðurgangurinn svæsinn og getur þá verið vísbending um alvarlegri veikindi. Nokkrar ástæður geta verið fyrir niðurgangi hjá hvolpum:

  • Streita: Það er spennandi fyrir hvolp að koma á nýja heimilið sitt en breytingarnar geta valdið streitu hjá honum. Það er ekki óvanalegt að hvolpar bregðist við streitunni með vægum meltingartruflunum og niðurgangi. Til að draga úr álaginu skaltu leyfa hvolpinum að aðlagast nýjum aðstæðum í rólegheitum. Stilltu heimsóknum í hóf svo nýjungarnar verði ekki yfirþyrmandi. Sjáðu til þess að hvolpurinn fái frið og næði til að hvíla sig. Hafðu reglu á matartímum, hvíldartíma, æfingum og leik.
  • Hann er að venjast nýju fóðri. Ef hvolpurinn er nýhættur að drekka móðurmjólk, eru breytingar á mataræði hans umtalsverðar og það getur haft áhrif á meltingarkerfið. Ef hann fær annað fóður hjá þér en ræktandanum og fóðurbreytingar voru of skarpar, getur það útskýrt tímabundnar meltingartruflanir. Ef þú ákveður að skipta um fóður, gættu þess að fara varlega í sakirnar og bæta nýja fóðrinu smám saman við það gamla. Þetta ferli getur tekið sjö til tíu daga.
  • Hann er að rannsaka heiminn: Allir hvolpar eru forvitnir og þeir skoða allt sem er nýstárlegt. Þeir skoða og gleypa allt mögulegt sem á vegi þeirra verður. Rusl, leikföng, stofublóm, skordýr og jafnvel óhreinindi geta ratað í hvolpamunn sé ekki fylgst þeim mun betur með. Þetta getur leitt til óþæginda í maga og jafnvel stíflu í þörmum, sem er öllu alvarlegri.
  • Sníkjudýr: Hvolpar geta fengið sníkjudýr með fóðri, ef varúðar er ekki gætt, eða jafnvel frá tíkinni. Ef þú heldur að hvolpurinn þinn hafi sníkjudýr skaltu fara með hann strax til dýralæknis. Dýralæknir þarf að meðhöndla sníkjudýr með lyfjum.
  • Hann smitaðist af sjúkdómi: Niðurgangur er einna algengasta einkenni alvarlegra smitsjúkdóma hjá hvolpum. Alvarlegasti sjúkdómurinn sem herjar á þá er parvó-veira, sem er bráðsmitandi og getur leitt til dauða. Parvó-sýkingu fylgir skæður niðurgangur, sljóleiki, hiti, kviðverkir og almenn vanlíðan. Hvolpar eru sérlega viðkvæmir fyrir parvó-veirunni svo mikilvægt er að bólusetja þá á réttum tíma.

Puppy Chihuahua lying down on a blanket.

Að koma í veg fyrir niðurgang hjá hvolpum

Góð leið til að forða hvolpinum frá því að fá niðurgang er að forðast streitu og venja hann smám saman á nýja fóðrið. Það eru líka fleiri leiðir. Hafðu hvolpinn alltaf undir eftirliti. Með því að hafa ávallt auga með nýja hvolpinum þínum getur þú komið í veg fyrir að hann gleypi eitthvað sem er hættulegt og almennt forðað honum frá að koma sér í vandræði.

Orsakir niðurgangs í hvolpum geta verið margar svo þú skalt fara með hvolpinn til dýralæknis ef hann fær niðurgang. Í sameiningu getið þið dýralæknirinn stuðlað að því að hvolpurinn dafni vel. Nokkrum dögum eftir að hvolpurinn kemur á heimilið skaltu fara með hann í dýralæknaskoðun. Dýralæknirinn heilsufarsskoðar hvolpinn, kannar ummerki um sníkjudýr og svarar öllum spurningum þínum um fóðrun og heilsufar hvolpsins.

Efst á síðu

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Leita í nágrenni við mig
Jack Russell Terrier adult standing in black and white on a white background