Kostnaður við að eiga hund

20.9.2018
Kostnaður við að eiga hund getur verið mismikill eftir tegund, aldri, heilsu og lífsmáta. Þó eiga ákveðnir kostnaðarþættir við um alla hunda til lengri tíma litið og það eru þeir sem varða heilsu og velferð hundsins.
Adult English Cocker Spaniel sitting indoors while a woman grooms its ears.

Kostnaður við hundahaldið samanstendur af ýmsum þáttum svo sem snyrtingu, dýralæknakostnaði, tryggingum og auðvitað fóðri. Kostnaður við að eiga hund getur verið mismikill eftir tegund, aldri, heilsu og lífsmáta. Þú þarft þó að huga að þáttum sem lúta að velferð hundsins til lengri tíma litið.

Kostnaður við að kaupa hund

Lagaleg ábyrgð fylgir því að eiga hund. Reglur og skyldur í tengslum við hundahald eru ólíkar eftir löndum en hér tæpt á því helsta.

 • Kostnaður við kaup á hvolpi: Litið er á hvolpakaup sem viðskipti þar sem bæði seljandi (ræktandi) og kaupandi þurfa að uppfylla lagalegar skyldur. Kaupandi þarf að greiða umsamið verð fyrir heilbrigðan hvolp (hvorki veikan né fatlaðan) sem er eins og gera má ráð fyrir samkvæmt tegundarlýsingu (til dæmis upplýsingum sem fram koma í ræktunarmarkmiði). Venjulega er undirritaður samningur og umsamið verð greitt þegar kaupin eiga sér stað.
 • Lögboðin merking: Til að koma í veg fyrir svik og hugsanlega lögsókn er nú skilyrði í mörgum löndum að afhenda aðeins hvolpa sem eru varanlega auðkenndir, yfirleitt með örmerki en sums staðar með húðflúri. Upplýsingar um auðkennið þarf vissulega að skrá í gagnagrunn sem sums staðar er á vegum hins opinbera. Algengast er að ræktandi sjái um að hvolpur sé varanlega auðkenndur og upplýsingarnar skráðar í þar til gerðan gagnagrunn. Hvolpar eru yfirleitt örmerktir hjá dýralækni um leið og þeir eru heilbrigðisskoðaðir og bólusettir í fyrsta sinn. Þú þarft að skrá hundinn hjá sveitarfélaginu þínu og muna að láta uppfæra upplýsingar ef þú flytur eða skiptir um símanúmer. Það er eina leiðin til að hægt sé að hafa samband við þig ef hundurinn týnist. Þetta getur líka komið í góðar þarfir ef þú þarft að sanna eignarhald þitt á hundinum.
 • Skráning: Í mörgum löndum er skylda að fá leyfi hjá yfirvöldum fyrir hundahaldi og sums staðar setja borgaryfirvöld ákveðin skilyrði fyrir hundahaldi. Gættu þess að fara í einu og öllu að settum reglum um hundahald. Ef þú gerir það ekki, geturðu átt á hættu að yfirvöld fjarlægi hundinn þinn af heimilinu.
 • Bólusetningar sem eru skylda: Hvolpa þarf að bólusetja tvisvar á fyrstu 12 vikum ævi þeirra. Líklegast er að ræktandi eða athvarfið hafi séð um að láta bólusetja hvolpinn en ef þú tekur hann heim til þín fyrir 12 vikna aldur gætir þú þurft að sjá um seinni bólusetningarnar. Gæludýratryggingar bæta ekki kostnað við bólusetningar.

Kostnaður við tryggingar

Það er einkum tvennt sem gæludýratrygging bætir. Í fyrsta lagi er það kostnaður sem fellur til ef hundurinn veikist eða slasast. Í öðru lagi er það kostnaður vegna tjóns sem hundurinn veldur þriðja aðila.

 • Ábyrgðartrygging: Það er skynsamlegt að tryggja hundinn, bæði til að þurfa ekki að standa straum af kostnaði vegna tjóns sem hann veldur og ennfremur til að létta undir með þér ef hann lendir í slysi eða verður fyrir heilsubresti og dýralæknakostnaður verður mikill.
 • Óvæntur kostnaður: Tápmiklir hvolpar hafa yfirleitt ekkert á móti því að naga verðmæti sem aðrir eiga (gleraugu, húsgögn og fleira). Gæludýratryggingar bæta þó sjaldnast tjón sem hundur veldur heima hjá sér. Þá gætir þú til dæmis (góðar vættir forði þér frá því) bakað þér bótaskyldu ef hundurinn þinn veldur umferðartjóni, til dæmis með því að hlaupa út á götu með þeim afleiðingum að árekstur verður af því bílstjóri forðaðist að aka yfir hundinn.
 • Heilsutrygging Í sumum löndum er hægt að kaupa heilsutryggingu fyrir hunda. Slíkar tryggingar eru algengar í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og Japan. Áður en þú kaupir hvolp ættir þú að kanna hvort gæludýratryggingar eru í boði þar sem þú býrð.
 • Sjúkdómar sem þegar eru til staðar: Fæstar tryggingar bæta tjón vegna sjúkdóms sem er til staðar við tryggingatöku eða vegna afleiðinga hans. Heldur ekki vegna slyss sem átti sér stað áður en tryggingin var tekin. Þess vegna er skynsamlegt að tryggja hvolpinn strax. Margir varanlegir sjúkdómar og kvillar með langvarandi afleiðingar (til dæmis húðofnæmi) eru greindir á unga aldri.
 • Að búa sér til eigin tryggingu: Ef gæludýratryggingar eru ekki í boði þar sem þú býrð eða ef þú vilt ekki kaupa slíka tryggingu getur þú búið þér til eigin tryggingu. Þá leggur þú fyrir ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði frá því að þú færð hvolpinn og átt þá sjóð sem þú getur notað ef á reynir. Þetta verður þá eins konar söfnunarreikningur fyrir hundinn. Sjóðurinn stækkar smám saman og getur komið sér vel ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir hundinn. Vonandi kemur ekki til þess að þú þurfir að nota sjóðinn til að greiða dýralæknakostnað en þá getur þú hugsanlega nýtt hann þegar hundurinn verður gamall eða til að kaupa nýjan, hundabæli eða annað fyrir hundinn.
Adult dog lying down being examined in a vets office.

Kostnaður við snyrtingu og heilsugæslu

Kostnaður við hundahald er mismunandi og fer að miklu leyti eftir tegund, aldri og lífsháttum þínum.

 • Næring: Fóðurkostnaður er auðvitað fastur kostnaður. Ef gæludýrið þitt hefur engar sérstakar þarfir eða er ekki með ofnæmi, getur þú séð fyrir hver fóðurkostnaðurinn verður. Gættu þess bara að velja fóður sem uppfyllir næringarþörf gæludýrsins þíns.
 • Snyrting: Það fer eftir tegundinni hversu mikið þarf að bursta feldinn, baða, fylgjast með klóm og bursta tennurnar. Þó er líklegast að þú þurfir að eyða meiri tíma en peningum í feldhirðuna.
 • Flær, maurar og ormar: Það er til meðferð við sníkjudýrum og í sumum tilvikum er hægt að koma í veg fyrir sníkjudýrasmit með samfelldri meðferð. Nokkrir möguleikar eru í boði varðandi meðferð og dýralæknirinn getur ráðlagt þér hvaða meðferð hentar gæludýrinu þínu best. Það er rétt að gera ráð fyrir reglulegum kostnaði vegna sníkjudýrameðferðar.

Lífsstíll og ferðalög

Lífshættir þínir hafa mikil áhrif á kostnaðinn við gæludýrahaldið.

 • Göngufólk fyrir hundinn: Ef þú ert lengi að heiman eða getur ekki farið út að ganga með hundinn þinn, þarftu að borga einhverjum sem lítur eftir hundinum þínum eða fer út að ganga með hann.
 • Hundahótel: Ef þú ætlar að ferðast án gæludýrsins þarftu að gera ráð fyrir kostnaði við hundahótel eða manneskju sem passar hundinn fyrir þig.
 • Vegabréf og bólusetningar: Ef þú hyggst ferðast með gæludýrið þitt þarftu að gera ráð fyrir tíma og kostnaði við að fá gæludýravegabréf og kanna kröfur sem gerðar eru á áfangastað, til dæmis varðandi dýralæknaskoðun.

Ákvörðuninni um að taka að sér hund geta fylgt miklar tilfinningar og spenna. Það þarf samt líka að vera raunsær og taka inn í myndina kostnaðinn sem fylgir því að eiga hund þannig að öruggt sé að þú getir veitt honum bestu hugsanlegu umönnun alla hans ævi.

Efst á síðu

Lesa meira um hundategundir

Leita að tegund

Skoða allar tegundir
Dachshund puppy jumping in black and white on a white background