Kettlingar ættu að fæðast með þyngd sem samsvarar um 2–3% af líkamsþyngd móður sinnar. Á fyrstu dögunum eykst þyngdin daglega um það bil 10% af fæðingarþyngdinni. Karlkyns kettlingar eru oft þyngri og vaxa hraðar. Kettlingar fæðast blindir og heyrnarlausir, en finna móður sína til að fá skjól og næringu.
Þroski kettlings til fullorðinsára
Kettlingur gengur í gegnum mörg þroskaskeið þar til hann verður fullorðinn. Þekking á þessu ferli hjálpar þér að átta þig á hver næringarþörf hans er á hverju þroskaskeiði.
Fæðing
Strax eftir fæðingu er mikilvægt að koma kettlingnum á spena móður sinnar. Móðirin veitir kettlingunum sínum næringarefni í gegnum broddinn þessa fyrstu klukkutíma sem styður við heilbrigðan þroska þeirra.
Við fæðingu
Næring
Þegar kettlingar koma í heiminn ættu þeir að skríða núttúrulega til móður sinnar og komast á legg. Við það innbyrða þeir broddmjólk frá móður sinni, mjólk sem er rík af mótefnum og styrkir ónæmiskerfi þeirra.
Við fæðingu
Heilsa
Við fæðingu eru tvenns konar hættur algengar: Þeir geta orðið fyrir súrefnisskorti í mismunandi langan tíma þegar fylgjan losnar og komast strax í snertingu við bakteríur og veirur í umhverfinu eftir að þeir yfirgefa legið. Ræktandinn verður að gæta vandlega að hreinlæti, tryggja að gotkassinn sé rétt útbúinn og fylgjast vel með fæðingu kettlinganna til að draga úr áhrifum á heilsu nýbura.
Við fæðingu
Hegðun
Þrátt fyrir að kettlingar fæðist án þess að geta notað eyru eða augu sýna þeir ýmis viðbragðsviðbrögð strax á þessu snemma stigi. Kettlingur getur nú þegar ratað um umhverfi sitt með því að treysta á lyktarskyn og snertingu. Hann nær að halda á sér hita með því að kúra upp að móður sinni og fær næringu með því að fara á spena.
Við fæðingu
Þroski
Við fæðingu
Umhverfi
Nýfæddir kettlingar ættu að vera hjá móður sinni allan sólarhringinn til að haldast heitir, hreinir og nærðir. Hitastigið í gotkassanum ætti að vera um 22°C til að draga úr hættu á ofkælingu og raki ætti helst að vera á bilinu 65–70%.
Nýburastig
Nýfæddir kettlingar halda sig nálægt móður sinni fyrir öryggi og hlýju bæði frá henni og gotsystkinum. Þeir eyða tíma sínum að mestu sofandi og að nærast.
0 - 3 vikna
Heilsa
Á fyrstu dögum lífsins tryggir ræktandi, jafnvel með aðstoð dýralæknis að kettlingarnir séu heilbrigðir. Skimað er fyrir fæðingargöllum eða vandamálum sem þarf að kanna nánar. Aðskilnaður frá móður og gotsystkinum geta leitt til dræmri þroska og andlegrar heilsu og jafnvel leitt til árásargirni.
0 - 3 vikna
Næring
Á þessum aldri treystir kettlingurinn algerlega á móðurmjólkina til þess að styðja við ónæmiskerfi sitt og til þess að veita honum þá næringu sem þörf er á fyrir heilbrigðan þroska. Við fjögurra vikna aldur getur kettlingurinn farið að drekka örlítið vatn, svo gott er að hafa grunna skál nálægt.
0 - 3 vikna
Hegðun
Á þessu stigi sofa kettlingarnir stærstan hluta dagins eða um 90%. Hreyfiþörf er aðeins takmörkuð því að skríða til móður sinnar fyrir hlýju og mjólk.
0 - 3 vikna
Þroski
Um fimm daga aldur byrjar kettlingurinn að opna augun sín. Naflastrengurinn dettur af um viku eftir fæðingu. Þetta er einnig tíminn þar sem þeir byrja að þyngjast um 10g til 30g dag hvern.
0 - 3 vikna
Umhverfi
Hreint, rólegt og hlýtt umhverfi er lykilatriði fyrstu vikurnar. Ef of mikil röskun eru á ró í umhverfi móður og kettlinga getur heilsu þeirra og fæðurútínu hrakað. Að halda hitastigi kettlings yfir 34°C er nauðsynlegt. Ef hitastig kettlingsins fer undir það missa þeir hæfni til þess að melta mjólkina, ef hitastig fer undir 32°C tapa þeir sogviðbragði og hætta að nærast.
Afvönun
Líkamlegur þroski kettlingsins tekur stökk og frávönunarferlið hefst. Þetta er afar mikilvægur tími þar sem kettlingurinn lærir af móður sinni og systkinum.
4 - 8 vikna
Næring
Þegar mjólkurtennur kettlingsins byrja að myndast hefst frávönunarferlið. Eftir smá tíma fara kettlingarnir að sýna áhuga á fæðu móður sinnar og þá má byrja að kynna þeim fyrir fastri fæðu. Þar sem meltingarkerfi þeirra er enn óþroskað er mikilvægt að þeir fái auðmeltanlega fæðu sem uppfyllir næringarþarfir þessa þroskastigs.
4 - 8 vikna
Heilsa
Á þessu stigi kemur svokallað "ónæmisbil" fram. Þó eru mótefnin sem kettlingurinn fær frá móður sinni ekki lengur nægjanleg til þess að veita fullnægjandi vörn, en samt of há til að bólusetning virki sem skyldi. Þetta gerir kettlinginn viðkvæmari fyrir sjúkdómum. Svefn gegnir mikilvægu hlutverki í að styrkja ónæmiskerfið, svo að skiptir miklu máli að kettlingar hafi hlýtt, þægilegt og rólegt svefnumhverfi.
4 - 8 vikna
Hegðun
Eftir því sem kettlingarnir eldast fara þeir að eiga í meiri samskiptum við systkini sín og byrja til dæmis að snyrta hvort annað. Þeir hefja virka leikhegðun og hlaupa, stökkva og læðast. Á þessu stigi er sjón þeirra orðin fullþroskuð.
4 - 8 vikna
Þroski
Um fjögurra vikna aldur er lyktarskyn kettlinga fullþroskað og heyrnin vel þroskuð. Við sjöttu og sjöundu viku byrja þeir að þróa með sér svefnmynstur og hreyfigetu sem líkist fullorðnum köttum. Mikilvæg félagsfærni þróast í gegnum samskipti við systkinin og þeir læra mikið með því að fylgjast með hegðun móður sinnar.
4 - 8 vikna
Umhverfi
Þegar kettlingarnir fara að hreyfa sig meira og verða forvitnari er mikilvægt að gera umhverfi þeirra "kettlingavænt". Þetta er einnig mikilvægt lærdómstímabil svo aðgengi að leikföngum og öðru sem örvar skynfæri þeirra og leik er mikilvægt. Regluleg snerting og samskipti við mismunandi manneskjur stuðlar að því að kettlingarnir verði sjálfsöruggari á fullorðinsárum.
Hraður vöxtur
Kettlingurinn byrjar að skilja hlutverk sitt í heiminum og mótar hegðun sem mun fylgja honum út lífið.
2 - 4 mánaða
Heilsa
Frá um átta vikna aldri er kettlingurinn kominn á kjöraldur til að hefja grunnbólusetningar. Næsta bólusetning fer svo fram 3-5 vikum eftir það. Þetta ferli er mikilvægt til að tryggja að kettlingurinn fái rétta vörn fyrir fullorðinsárin. Hafðu samband við dýralækni fyrir frekari upplýsingar og bólusetningaáætlun.
2 - 4 mánaða
Næring
Sum næringarefni meltast ekki enn, svo það er mikilvægt að tryggja að kettlingurinn fái næringu sem hentar aldursstigi sínu. Það tryggir að þeir fái næringarefni og orku sem þeir þurfa á þessu mikilvæga þroskaskeiði.
2 - 4 mánaða
Hegðun
Á þessum aldri er hegðun kettlingsins mest mótuð af öðrum, þar á meðal gotsystkinum og móður. Þeir byrja einnig að skilja stöðu sína innan heimilisins og móta hegðun sína eftir reynslu og þjálfun.
2 - 4 mánaða
Þroski
Þetta er lykilstig í þroska kettlingsins hvað varðar tengsl við fólk svo samkvæmni, stuðningur og hlýja skipta miklu máli. Góð félagsmótun á þessum aldri er grundvöllur þess að ala upp stilltan og hamingjusaman kött.
2 - 4 mánaða
Umhverfi
Kettlingar byrja að geta farið frá móður sinni og verið kynntir fyrir nýju heimili um átta vikna aldur. Ráðlagt er þó að þeir fari ekki að heiman svo ungir heldur í kringum 12 vikna aldur. Ef þú ert að fara að taka á móti kettlingi er mikilvægt að tryggja að heimilið sé tilbúið og kettlingavænt.
Áframhaldandi vöxtur
Fullorðinsaldur nálgast og kettlingurinn nær fullum þroska.
4+ mánaða
Heilsa
Á þessu tímabili byrja kettirnir að merkja sér yfirráðarsvæði með því að nudda lyktarkirtlunum í andlitinu sínu við hluti, dýr og mannfólk. Þetta er merki um að kynþroski sé að hefjast. Nú er tími til að ræða geldingu eða ófrjósemisaðgerð við dýralækninn.
4+ mánaða
Næring
Þegar kettlingurinn nálgast líkamlegan þroska og fer að nálgast fullorðinsþyngd þarf að aðlaga fóðrið hans og skammtastærðir. Næringarþarfir miða enn við kettling en það skiptir máli hvort hann hafi verið geldur eða ekki.
4+ mánaða
Hegðun
Þegar kötturinn fer að nálgast fullorðinsþyngdina er aukin tilhneiging til þess að kanna yfirráð innan heimilins. Mikilvægt er að eigandi haldi áfram að fylgja þeim rútínum og hegðunarreglum sem voru settar á fyrstu mánuðum lífs kattarins til þess að viðhalda stöðugleika og draga úr streitu.
4+ mánaða
Þroski
Á þessu stigi byrjar kettlingurinn að fá 30 fullorðinstennur. Ef hann hefur ekki verið geldur, nær hann kynþroska við um það bil sex mánaða aldur. Við átta mánaða aldur hefur kettlingurinn náð um 80% af fullorðinsþyngd sinni. Fullorðinsaldri er síðan náð á bilinu 12-15 mánaða, allt eftir tegund.
4+ mánaða
Umhverfi
Ef áætlunin er að leyfa kettinum að fara út er hægt að kynna þá fyrir umheiminum upp úr sex mánaða, ef þeir hafa fengið allar bólusetningar sínar. Best er að gera það smám saman. Þar til kettlingurinn er orðinn öruggur í umhverfi sínu, er æskilegt að vera með honum úti. Almennt gildir að fressar hafa stærri svæði sem þeir fara um á meðan læður halda sig nær heimili sínu. Á þessu stigi er mikilvægt að eigandinn sýni stöðugleika og haldi áfram að umbuna góða hegðun og viðhalda aga.
Að verða fullorðinn
Þegar kettlingurinn nær fullorðinsþyngd, hefur hann margfaldað fæðingarþyngd sína um 40-50falt.
12-18 mánaða
Að verða fullorðinn
Kettlingar teljast fullorðnir um 12 mánaða aldur, en stærri kattategundir þó ekki fyrr en 15 mánaða. Þegar kettlingurinn færist yfir á fullorðinsaldur er kominn tími til að færa hann smám saman yfir á fóður sem styður við næringarþarfir hans með tilliti til tegundar, holdarfars og lífstíls.
Sérsniðin næring fyrir kettlinga
Royal Canin kettlinganæring eflir vöxt og þroska með því að veita öll þau næringarefni sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigði kettlingsins fyrsta árið.
Rétta fóðrið fyrir köttinn þinn
Skoðaðu úrvalið af kattafóðri fyrir fullorðna ketti. Fóðrið tekur mið af lífsstíl, tegund og holdarfari.