Undirbúningur fyrir komu kettlingsins

Það er stórt skref fyrir kettlinginn að flytja á nýtt heimili. Undirbúningur fyrir komu hans skiptir miklu máli til að auðvelda honum að aðlagast nýju umhverfi og finna til öryggis.

Að undirbúa komu kettlingsins

Áður en kettlingurinn kemur á heimilið er að ýmsu að hyggja varðandi undirbúning. Það þarf að kaupa ýmislegt en það þarf líka að undirbúa heimilið og fjölskylduna. Einkum þarf að huga að:

  • Að tryggja öryggi kettlingsins á heimili og í garði
  • Að kaupa réttan kettlingabúnað, svo sem burðarbúr, kattabakka og leikföng
  • Að velja viðeigandi fóður fyrir kettlinginn
  • Að undirbúa fjölskylduna, önnur gæludýr á heimilinu og gesti fyrir nýju viðbótina
  • Að finna dýralækni

Að gera heimilið öruggt fyrir kettlinginn

Kettlingar njóta þess að klifra, skoða sig um og fela sig. Áður en þú ferð heim með kettlinginn þinn, þarftu að ganga úr skugga um að heimilið sé öruggt. Hér er gátlistinn okkar.
4
2
6
1
5
3
7

4.Eitraður matur

Sum fæða sem er holl eða góð fyrir mannfólkið getur verið hættuleg fyrir ketti eða valdið meltingaróþægindum. Þar má telja upp fæðu á við lauk, hrá egg, hrátt kjöt, súkkulaði, kúamjólk, vínber og rúsínur. Svo passaðu vel hvað kettlingurinn kemst í og passaðu að fjölskyldumeðlimir séu meðvitaðir um að gefa kettlingnum einungis kettlingafóður. 

2.Rafmagnssnúrur og innstungur

Mikilvægt er að fyrirbyggja að kettlingurinn komist í að naga rafmagnssnúrur eða flæki sig í þeim. Feldu snúrurnar eða gakktu örugglega frá þeim. Hafðu einnig í huga að mögulega þarf að setja lok á innstungurnar.

6.Eitraðar heimilisplöntur

Margar innanhúsplöntur geta verið hættulegar köttum, eins og t.d. liljur. Spurðu dýralækninn þinn um lista af húsplöntum sem gæti þurft að fjarlægja áður en kettlingurinn kemur á heimilið.

1.Hættuleg efni

Tryggðu að lyf, hreinlætisvörur og önnur efni séu á öruggum stað. Sum flóalyf fyrir hunda geta verið hættuleg fyrir ketti. Athugið einnig að frostlögur getur verið banvænn fyrir ketti! 

5.Salerni og rusl

Til að fyrirbyggja að kettlingurinn fari sér að voða við salerni eða ruslafötur er mikilvægt að tryggja að allt slíkt sé lokað. Haltu kettlingnum einnig frá böndum sem gætu vafist um hálsinn hans eða hann gleypt.

3.Felustaðir

Kettlingar eru líklegir til að fela sig á stöðum á við þvottakörfu, þurrkara og undir húsgögnum. Finndu út hvar kettlingurinn þinn er líklegur að fela sig og tryggðu öryggi hans með því að takmarka aðgengi að þeim séu þeir ekki öruggir.

7.Smáhlutir

Gakktu vel frá öllum smáhlutum á við hneppum, teygjum og barnaleikföngum sem kettlingurinn gæti mögulega gleypt. Hafðu einnig í huga að ganga vel frá plastpokum þar sem kettir eru gjarnir á að naga þá eða jafnvel festa sig inni í þeim.

Hvernig gera skal garðinn þinn kettlingavænan

Kettlingurinn þinn mun ekki fara út til að byrja með, en það er mikilvægt að tryggja að garðurinn þinn sé öruggur þegar að því kemur. Hér eru mikilvægustu atriðin sem þarf að gæta að:
Garden illustration
1
2
3
4
5
6

1.Girðingar og hlið

Kettlingurinn þinn getur vel klifrað yfir grindverk og hlið. Mikilvægt er að tryggja öryggi hans fyrstu skiptin sín úti með því að vera með honum öllum stundum.

2.Eitraðar garðplöntur

Eins og með inniplöntur geta þónokkrar útiplöntur verið eitraðar köttum. Sé kötturinn aðeins með aðgengi að lokuðum garði er mikilvægt að kanna hvort plönturnar séu örugglega öruggar kettinum.

3.Hættur

Skoðaðu garðinn vel og kannaðu hvort einhverjar hættur gætu leynst þar sem kötturinn gæti slasað/fest sig.

4.Tjarnir og vötn

Það er öruggast að takmarka aðgengi að tjörnum og djúpu vatni sé það til staðar í nærumhverfinu á meðan kettlingurinn lærir að slíkt sé ekki öruggt, hvorki fyrir leik né sem drykkjarvatn.

5.Tæki og smáhlutir

Útilokaðu að smáhlutir geti leynst í garðinum sem kötturinn gæti gleypt eða kafnað á. Læstu ávallt beitt garðverkfæri inni.

6.Hættuleg efni

Geymið öll garðefni, eins og áburð, meindýraeyði, málningu og leysiefni, á öruggum stað sem er læstur og ekki aðgengilegur börnum eða dýrum.

Það sem þú þarft að eiga fyrir kettlinginn

Áður en kettlingurinn þinn kemur heim, borgar sig að hafa allt til taks svo þú getir annast hann og hjálpað honum að aðlagast nýja heimilinu. Hér er það helsta.
Grey tabby kitten standing inside eating from a stainless steel bowl

Besta kettlingafóðrið í byrjun

Meltingarkerfi kettlingsins þíns er mjög viðkvæmt. Þess vegna getur of snögg fóðurbreyting valdið magakveisu og jafnvel tortryggni gagnvart fóðrinu. Í byrjun er best að gefa honum sama fóður og hann er vanur að borða.

Það er lykilatriði fyrir heilsu og þroska kettlingsins að velja rétt fóður fyrir hann. Hann þarf nákvæma samsetningu næringarefna á hverju vaxtarskeiði, þar á meðal þurfa hlutföll próteina, vítamína og steinefna að vera rétt.

how to transition onto new food illustration

Skipt um fóður kettlingsins

Nokkrum dögum eftir að kettlingurinn kemur heim getur þú byrjað að gefa honum nýja fóðrið. Þegar skipt er um fóður er mikilvægt að fara varlega í sakirnar og gefa sér um vikutíma til að venja kettlinginn á nýja fóðrið.

Lesa grein
Sacred Birman kitten eating wet food in black and white on a white background

Fóðrun og næring kettlinga

Svo þið kettlingurinn eigið langt og heilbrigt líf saman skiptir lykilmáli að innleiða jákvæðar matarvenjur og tryggja að mataræði hans innihaldi réttu næringarefnin.

Að fóðra kettlinginn þinn

Að undirbúa fjölskylduna og gæludýrin á heimilinu fyrir komu kettlingsins

Það getur auðveldlega orðið yfirþyrmandi fyrir kettling að hitta önnur dýr og nýtt fólk, jafnvel ógnvekjandi. Það skiptir því miklu máli að þú undirbúir alla í fjölskyldunni frá upphafi.

Að undirbúa fjölskylduna
1/3

Hvernig á að finna dýralækni?

Dýralæknirinn gegnir mikilvægu hlutverki í lífi kettlingsins þíns og tekur þátt í að hjálpa honum að þroskast í heilbrigðan fullorðinn kött. Þess vegna skiptir máli að finna dýralækni sem þú treystir. Best er að gera það áður en þú sækir kettlinginn þinn því hann þarf að fara í dýralæknaskoðun skömmu seinna.

Brown tabby kitten being held by a vet in blue scrubs
2/3

Að hverju skyldi hyggja?

Ein besta leiðin til að finna góðan dýralækni er að spyrja vini og vandamenn. Þú ættir líka að taka inn í myndina:

  • Staðsetningu - er stutt að fara þangað? Eru næg bílastæði þar?
  • Aðstöðuna - er dýralæknastofan hrein og vel tækjum búin?
  • Þjónustu - er boðið upp á neyðarvakt á kvöldin og um helgar?
Siamese kitten sitting on an examination table at the vets
3/3

Að kynnast dýralækninum

Sumir dýraspítalar eru sérhannaðir fyrir ketti og hafa sérstaka biðstofu auk þess að gera skurðaðgerðir á ákveðnum tímum. Það gæti verið þess virði að athuga hvort sá háttur er hafður á hjá dýralækninum sem þú hyggst fara til og hvort hann er áhugasamur um ketti. Það er líka góð hugmynd að hitta dýralækninn áður en þú ferð með dýrið þitt til hans til að finna hvort þér líkar vel við hann.

Þegar dýralæknir hefur verið valinn skaltu fá neyðarnúmer hjá honum sem þú geymir þar sem þú og aðrir í fjölskyldunni finna það auðveldlega.

Grey tabby kitten standing on a table being examined by a vet
Sacred Birman Kitten in black and white playing with a ball

Kettlingurinn sóttur og boðinn velkominn á nýja heimilið

Fyrstu dagana eftir að kettlingurinn kemur á heimilið er gott að nýta til að leggja grunninn að heilbrigði í framtíðinni.

Kettlingurinn sóttur
Maine Coon kitten walking in black and white on a white background

Finna dýralækni

Það er mikilvægt að finna dýralækni á svæðinu áður en þú nærð í kettlinginn þinn. Finndu dýralækni nálægt þér.

Finna dýralækni