Hugsað um heilsu kattarins þíns
Sjö ráð til að viðhalda heilbrigði kettlingsins þíns
- Lærðu að skilja táknmál kettlingsins þín svo þú sjáir á honum ef honum líður illa. Ef þér finnst eitthvað athugavert, hafðu þá samband við dýralækni.
- Fáðu ráðleggingar hjá sérfræðingi um fóðrun kettlingsins og sjáðu til þess að hann fái næringarríkt kettlingafóður.
- Kettlingar þurfa mikið að sofa. Tryggðu kettlingnum þínum þægilegan og rólegan hvíldarstað.
4. Aldrei vekja kettling þegar hann sefur.
5. Kettlingar þurfa að hreyfa sig og eiga samskipti. Þess vegna skaltu gefa þér tíma til að leika við hann.
6. Efldu sjálfstraust kettlingsins þíns með því að tryggja að mismunandi fólk haldi reglulega á honum.
7. Fylgdu alltaf ráðlagðri bólusetningaráætlun dýralæknisins. .

Finndu réttu vöruna
Svaraðu spurningum um gæludýrið þitt
Fáðu sérsniðna ráðleggingu
Hafðu mataræði gæludýranna alltaf uppfært
Styrktu ónæmiskerfi kettlingsins þíns með sérsniðnu fóðri
Það skiptir höfuðmáli fyrir heilsu og velferð hvolpsins í framtíðinni að hann þroski með sér sterkt ónæmiskerfi á fyrstu mánuðunum. Fóðrið okkar er vísindalega þróað til að stuðla að langvarandi hreysti.
Með kettlinginn í fyrsta sinn til dýralæknis
Það er mikilvægt að fara með kettlinginn til dýralæknis fljótlega eftir að hann kemur á heimilið. Dýralæknirinn þarf að heilbrigðisskoða kettlinginn, bólusetja hann og gefa honum ormalyf. Þetta er gott tækifæri fyrir þig til að læra meira um heilsufar og um umönnun kettlingsins þíns.
Að bólusetja kettlinginn þinn
Bólusetningar eru nauðsynlegar til þess að styrkja náttúrulegar varnir kettlingsins og vernda þá gegn ýmsum smitandi, stundum banvænum sjúkdómum.
Almennt er bólusett gegn eftirfarandi sjúkdómum:
- Feline leukaemia – veikir ónæmiskerfið og eykur næmni fyrir sýkingum.
- Feline calicivirus (FCV) – sérstaklega smitandi og algengur valdur af öndunarfærasýkingum. Smitast með beinni snertingu við augu eða nef smitaðra katta eða snertingu við smitaða hluti á við skálar og leikföng.
- Feline panleukopenia virus (FPV) – algengur banvænn sjúkdómur sem veldur tíðum uppköstum. Kötturinn getur einnig sýnt einkenni niðurgangs en ekki alltaf.
- Feline herpes virus (FHV-1) – algengasta orsök kattaflensu og augnsýkingum.
- Rabies virus (RV) – smitast með munnvatni úr sýktu dýri og getur smitast gegnum t.d. bitsár. Ekki er bólusett gegn Rabies á Íslandi, en þörf er á bólusetningunni sé kötturinn að ferðast erlendis.
Til eru fleiri bólusetningar sem gæti verið þörf á. Dýralæknirinn þinn getur ráðlagt þér hvað henti kettlingnum þínum best.
Það er mjög mikilvægt að kettlingurinn fái bólusetningar á réttum aldri til þess að tryggja heilsu og vellíðan þeirra þegar þeir stækka. Dýralæknirinn þinn getur aðstoðað þig við að vega og meta áhættur í umhverfi kettlingsins varðandi hvaða bólusetninga- og ormahreinsiáætlun henti þörfum kettlingsins best.
Ákjósanlegur aldur fyrir fyrstu bólusetningu er milli sex og níu vikna aldurs. Kannaðu hjá ræktanda eða fyrri eiganda hvort kettlingurinn hafi fengið bólusetningar áður en þú ferð með hann heim.
Kettlingurinn gæti sýnt eftirfarandi einkenni eftir bólusetningu:
- Vægur hiti.
- Minni áhugi á fæðu og leik.
- Væg óþægindi þar sem bólusetningin var framkvæmd.
- Mildur hnerri og hósti.
Ef einkenni vara í meira en dag eða tvo, er mikilvægt að hafa samband við dýralækni.
Þú ættir að hafa samband við dýralækni samstundis ef kettlingurinn sýnir sjaldgæfari aukaverkanir á við:
- Uppköst eða niðurgang.
- Kláða í húð.
- Bólgu við andlit, háls eða munn.
- Erfiðleika við öndun eða mikinn hósta.
Tengdar greinar
Ormahreinsun og ófrjósemisaðgerð á kettlingum
Tengdar greinar
Eftir að kettlingur hefur verið geldur á hann venjulega auðveldara með að þyngjast vegna þess að matarlystin eykst um leið og virknin verður minni. Til að koma í veg fyrir að kettlingurinn verði of þungur og glími við heilsufarsvandamál í tengslum við það er mikilvægt að aðlaga mataræðið. Dýralæknirinn þinn ætti að geta ráðlagt þér varðandi það.
Að koma auga á einkenni veikinda
Að þekkja algeng heilsufarsvandamál sem kettlingurinn þinn gæti staðið frammi fyrir og hvernig þú getur komið auga á fyrstu einkenni þeirra getur gert þig öruggari og hjálpað þér að sjá um kettlinginn.
Rétt næring stuðlar að heilbrigði kettlingsins þíns
Sá þáttur sem hefur mest áhrif á heilsufar kettlingsins þíns er fóðrið sem hann fær. Næringarþörf katta og kettlinga er ólík eftir aldri. Ef þú gefur kettlingnum þínum réttu næringarefnin miðað við aldur hans og sérþarfir, tryggir þú honum heilbrigðan beinavöxt, heilbrigða húð, heilbrigðan feld, góða meltingu og fleira.
Aldurstengdar næringarþarfir kettlinga
Að fóðra kettlinginn þinn
Kynntu þér betur næringarþörf kettlingsins þíns og hvernig þú getur tryggt heilsusamlegar matarvenjur.
Sérsniðin næring fyrir kettlinga
Sérsniðið fóður sem fullnægir sérstökum þörfum kettlinga á ólíkum aldri og af ólíkum kattakynjum, hvernig sem lifnaðarhættir þeirra eru.