Hugað að heilsu hvolpsins

Hvolpurinn þinn gengur í gegnum ótrúlegar breytingar á fyrstu mánuðunum. Með því að huga að heilsu hvolpsins á þessu stigi og með því að hjálpa honum að tileinka sér heilsusamlega hætti, leggur þú grunn að heilbrigði í framtíðinni.

Sex ráð til að viðhalda heilbrigði hvolpsins þíns

Þú getur gert ýmislegt á fyrstu vikunum til að viðhalda heilbrigði hvolpsins þíns. Hér eru nokkur ráð frá dýralæknum og næringarfræðingum Royal Canin.
1. Lærðu að lesa í líkamstjáningu hvolpsins svo þú getir tekið eftir því ef hann verður veikur.

2. Ef þér finnst eitthvað ekki vera í lagi, eða að hvolpurinn þinn virðist ekki eins og hann á að sér að vera, skaltu tala við dýralækninn þinn.

3. Gakktu úr skugga um að hvolpurinn fái rétta næringu með sérhæfðu hvolpamataræði sem er í góðu jafnvægi.
4. Leyfðu hvolpinum þínum að hvíla sig eins og hann vill yfir daginn og líka yfir nóttina.

5. Hundar eru félagsverur. Verðu tíma með hvolpinum þínum og mundu að leika og eiga samskipti við hann.

6. Fylgdu alltaf leiðbeiningum dýralæknis varðandi ormahreinsun.
Finndu réttu vöruna
Finndu réttu vöruna
3 mínútur

Finndu réttu vöruna

1

Svaraðu spurningum um gæludýrið þitt

2

Fáðu sérsniðna ráðleggingu

3

Hafðu mataræði gæludýranna alltaf uppfært

Fáðu sérsniðið fóður

Styrktu ónæmiskerfi hvolpsins þíns með sérsniðnu fóðri

Það skiptir höfuðmáli fyrir heilsu og velferð hvolpsins í framtíðinni að hann þrói með sér sterkt ónæmiskerfi á fyrstu mánuðum lífsins. Fóðrið okkar er vísindalega þróað til að stuðla að langvarandi hreysti.

Hvernig þú færð sem mest út úr fyrstu heimsókn hvolpsins til dýralæknis

Þegar hvolpurinn þinn hefur gert sig heimakominn er kominn tími til að fara með hann í heimsókn til dýralæknis. Dýralæknirinn þarf að kanna ýmsa mikilvæga þætti og hefja nauðsynlegar meðferðir á borð við bólusetningar og ormahreinsun. Þetta einfalda ferli mun veita hvolpinum þínum besta veganestið út í lífið.

Í fyrsta sinn til dýralæknis

Bólusetningar og ormahreinsun

Hvolpabólusetning og ormahreinsun er áhrifaríkust þegar hún fer fram á ákveðnum dagsetningum ásamt endurbólusetningum. Dýralæknirinn þinn mun geta veitt þér þá tímaáætlun bólusetningar og ormahreinsunar sem hentar best fyrir hvolpinn þinn.
1/2

Hvers vegna hvolpabólusetningar eru svona mikilvægar

Bólusetningar styrkja náttúrulegar varnir hvolpsins og eru lífsnauðsynlegar til að vernda hann gegn ýmsum sjúkdómum. Dýralæknirinn þinn ætti að gefa hvolpinum fyrstu bólusetningarnar þegar hann er um átta vikna gamall. Og hann mun þurfa endurbólusetningu reglulega út líf hans til að tryggja virkni bólusetninganna.

Labrador Retriever puppy standing on a table being examined by two vets
2/2

Vernd gegn sjúkdómum

Ráðlögð bólusetning fyrir hvolpa verndar gegn sjúkdómum á borð við parvóveiru, hótelhósta, hundafári, smitandi lifrarbólgu og hundainflúensu.

Dýralæknirinn þinn mun ráðleggja þér út frá lífsstíl hvolpsins hvort hann þarfnist annarra bólusetninga og mun setja upp nákvæma bólusetningaráætlun fyrir þig.

Welsh Cardigan Corgi puppy running outside on a beach
1/3

Að koma í veg fyrir að hvolpurinn þinn fái orma

Ormar eru innvortis sníkjudýr sem geta valdið ýmsum heilsufarslegum vandamálum, þar með talið þyngdartapi, vaxtarbresti og meltingarvandamálum. Þar sem ónæmiskerfi hvolpsins er enn að þróast er hann líklegri til að fá orma og því er mikilvægt að hann fái reglulega ormahreinsun.
Dýralæknirinn þinn getur ráðlagt bestu ormahreinsunaráætlunina fyrir hvolpinn þinn í samræmi við lífsstíl hans. 

Pomeranian puppy sitting on a table being examined by a vet
2/3

Ormar sem finnast oft í hvolpum

Á Íslandi má helst finna tvær tegundir orma, spóluorma og bandorma. Spóluormar geta smitast milli hunda eða í gegnum millihýsla. Bandormar geta smitast í menn og grasbíta. Um það bil 25% hunda með orma hafa einkenni en aðrir eru einkennalausir. 

English Cocker Spaniel puppy standing outdoors in a garden
3/3

Einkenni ormasmits hjá hvolpum

Fylgstu með eftirfarandi einkennum, sem geta bent til að hvolpurinn þinn sé með orma: Niðurgangur og/eða uppköst, þurr eða grófur feldur, blóð í hægðum, uppblásinn kviður, sinnuleysi, ormar sýnilegir í hægðum, ælu eða á endaþarmssvæði.

Labrador Retriever puppy lying down on a white sheet
Dachshund puppy being examined by a vet

Ætti ég að gelda hvolpinn minn?

Hafirðu í huga að gelda hundinn þinn er mikilvægt að ræða það tímanlega við dýralækninn ykkar til þess að ræða kosti og galla geldingar. Með því að gelda hvolpinn fyrirbyggirðu að þú getir notað hann til undaneldis, þar sem aðgerðin kemur í veg fyrir framleiðslu sæðis eða eggja. En það hefur margvíslegan heilsufarslegan ávinning í för með sér auk þess að koma í veg fyrir óæskileg got. Það getur þó bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á hegðun og líðan hunda og er því mikilvægt að taka ákvörðun út frá hverjum og einum hundi.

Kostir þess að láta gelda hunda

Black Labrador Retriever puppy lying down outside in the grass

Rakkar

  • Minni hætta á æxlum í eistum og bakraufarkirtli og stækkun blöðruhálskirtils.
  • Ólíklegra er að karlkyns hundar merki umráðasvæði sitt í garðinum þínum.
  • Ólíklegra er að karlkyns hundurinn þinn fari á flakk, skilji eftir sig þvagmerkingar eða sé árásargjarn.

    Athugið, séu rakkar óöruggir getur gelding ýtt undir enn frekar óöryggi.​
Shiba Inu puppy sleeping on a sofa

Tíkur

  • Forvarnir gegn æxlum í spena sé það gert á réttum tíma.
  • Lóðarí hættir.

Australian Shepherd puppies playing outside in snow

Bæði

  • Forvarnir gegn kynsjúkdómum.
  • Rakkar missa áhuga á tíkunum.
  • Engir óæskilegir hvolpar.
Chocolate Labrador Retriever puppy being carried outdoors by owner

Hvenær á að láta gelda hvolpinn þinn

Mikilvægt er að velja tímasetningu geldingar út frá ástæðum en mikilvægt er að hafa í huga líkamlegan og tilfinningalegan þroska hvolpsins hverju sinni ásamt tegund hvolpsins. Ræddu um geldingu við dýralækninn þinn.

Að breyta mataræði hundsins eftir geldingu

Eftir að hundar hafa verið geldir eru þeir líklegri til að þyngjast vegna þess að matarlystin eykst og grunnbrennsla minnkar. Að vera í yfirþyngd getur valdið ýmsum heilsufarslegum vandamálum og því er mikilvægt að aðlaga mataræði hundsins.
Fóður sem er hannað fyrir gelda hunda er með færri hitaeiningar og meira trefjainnihaldi til að hjálpa hundinum að vera saddur án þess að hann þyngist of mikið. Spurðu dýralækninn þinn ráða varðandi nýtt mataræði fyrir hundinn og skiptu yfir í það smám saman á vikutímabili fyrir aðgerðina svo hann geti vanist því.

Algeng heilsufarsvandamál hjá hvolpum

Að þekkja algeng heilsufarsvandamál sem hvolpurinn þinn gæti staðið frammi fyrir og einkennin sem þú ættir að fylgjast með getur gert þig öruggari og hjálpað þér að sjá um hvolpinn.

Algeng heilsufarsvandamál
Labrador puppy black and white eating from red bowl

Rétta næringin til að hjálpa hvolpinum að halda heilsu

Mataræði hvolpsins þíns er einn mikilvægasti þátturinn í langtíma heilsu hans og líðan. Það hefur víðtæk áhrif á alla líkamseiginleika og starfsemi og má t.d. nefna styrk beina og ónæmiskerfis auk heilbrigðis meltingarkerfisins og feldsins.
Eftir því sem hvolpurinn vex og nær fullorðinsaldri, og áfram eftir það, breytist næringarþörf hans. Þetta á sérstaklega við um fyrsta árið. Til að hvolpurinn fái sem best tækifæri til að lifa heilbrigðu lífi er mikilvægt að þú veitir honum rétt mataræði í réttum skömmtum miðað við aldur og einstaklingsbundna þörf hans.

Fóðrun hvolpsins

Skoða hvolpavörur

Næring sem er sérsniðin að þörfum hvolpa eftir mismunandi aldri, stærð og hundakyni.