Spjöllum um Bengal-ketti

Villt mynstur og sláandi kröftugir litir Bengal-kattarins valda því að þetta kattarkyn er afar auðþekkjanlegt. Einstakur feldurinn, sem minnir helst á rósettur eða marmara, er aðeins eitt af mörgum heillandi einkennum þeirra, en einnig má nefna sjálfsöryggi, logandi forvitni og endalausa orku. Kettir af Bengal-kyni virðast afar sjálfstæðir en þeir hænast samt auðveldlega að mannfólki; þú mátt því reikna með miklu knúsi og keleríi. Ræturnar að þessum tveimur ólíku en heillandi persónueinkennum Bengal-kattanna, og reyndar villtu útliti þeirra, má rekja til þróunarstarfs ræktanda á 6. áratugnum, en hann blandaði bröndóttum heimilisketti saman við villtan asískan hlébarðakött.

Official name: Bengal

Other names: Leopard, Leo

Origins: Bandaríkin

Hliðarsýn á gangandi Bengal-kött, í svarthvítu

Hair length

Mjög lítil

Family Pet*
Mjög svo
Hárlos Mjög lítill
Færni til að búa með öðrum gæludýrum Mikil
Snyrtiþörf Low
Can stay alone*
Illa
Virknistig* Já
Environment (indoor/outdoor) Já
Raddstyrkur Illa



* We advise against leaving pets alone for long stretches. Companionship can prevent emotional distress and destructive behaviour. Speak to your veterinarian for recommendations.

Every pet is different, even within a breed; this snapshot of this breed specifics should be taken as an indication.

For a happy healthy and well-behaved pet, we recommend educating and socializing your pet as well as covering their basic welfare needs (and their social and behavioral needs).

Pets should never be left unsupervised with a child.

Contact your breeder or veterinarian for further advice.

Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.

Inline Image 15
Mynd af Bengal-ketti
Male
4 kg - 6 kg Weight
Female
3 kg - 5 kg Weight

Kettlingur Fæðing til 4 mánaða
Kettlingur í vexti 4 til 12 mánaða
Fullorðnir 1 til 7 ára
Rosknir 7 til 12 ára
Öldungar Frá 12 ára aldri

Hliðarsýn á Bengal-kött sem gengur á grasi

1/7

Lærðu að kynnast Bengal

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Ef lýsingin „forvitinn köttur“ á vel við eitthvert kattarkyn þá er það Bengal-kötturinn. Þeir eru sjálfsöruggir og þrá að komast út til að rannsaka næsta nágrenni sitt – með snilldardýri eins og þessu máttu því búast við ótal skemmtilegum ævintýrum. Bengal-kettir eru óttalausir og ekkert feimnir við áhorfendur; því er heillandi að fylgjast með þeim.

Hvað er það besta við að eiga Bengal-kött? Þessi stórkostlegi, einstaki og rósótti feldur. Bengal-kötturinn er eina kynið sem skartar þessum sjaldgæfu útlitseiginleikum – mynstrið minnir á frændur þeirra hlébarðann, jagúarinn og tígurköttinn. Snow Bengal er annað einstakt afbrigði af kyninu, hvítt að langmestu leyti – sjáðu fyrir þér snjóhlébarðann! Víkjandi litapunktsgen kallar fram þetta hvíta eða ljósbrúna mynstur, sem er sannarlega einstakt.

Feldur Bengal-kynsins getur einnig verið rákóttur eða doppóttur; sama hvernig litamynstrið er gerir mjúkur og þykkur feldurinn þessa ketti glæsilega ásýndar.

Ef þú vilt eiga kött með brjálæðislega mikla orku er þetta kynið fyrir þig. Bengal-kettir eru þekktir fyrir að haga sér eins og kettlingar fram eftir öllum aldri. Í þessum köttum má vel sjá að þeir eru blanda af heimilisketti og kattardýri sem er á heimavelli í frumskóginum. Þeir eru óvenjukvikir og fimir, mjög sterkbyggðir en samt sem áður tignarlegir. Orð eins og „stórkostlegur“, „magnaður“ og „svipmikill“ hæfa hinum eftirsótta Bengal-ketti afar vel.

Það hljómar kannski undarlega en Bengal-kettir eru þekktir fyrir að laðast mjög að vatni; þeir laumast stundum inn í sturtuna hjá fjölskyldumeðlimum eða stara agndofa á vatnið sem rennur úr krananum í eldhúsinu, ofan í baðkarið, þegar bursta á tennurnar eða bara þegar verið er að þvo sér um hendurnar.

Rjómagulur Bengal-köttur með skærblá augu horfir á myndavélina

2/7

Tvær staðreyndir um Bengal-ketti

1. Í kringum 1963

Bengal-kötturinn er eitt af nýjustu kattarkynjunum; hann var ekki þróaður fyrr en árið 1963 og hlaut prufustöðu hjá International Cat Association árið 1983. Kynið hlaut síðan fulla stöðu árið 1991.

2. Kenndu þeim nokkrar brellur

Ekki trúa því að bara hundar geti lært brellur: Þessi eitursnjalli köttur getur það líka. Hægt er að kenna Bengal-köttunum að sitja, vera kyrrir, rétta fram loppuna og jafnvel flóknari verkefni, til dæmis að sækja hluti. Þeir eru svo góðir í þessu að innan skamms muntu spyrja þig hver er að prófa hvern ...

3/7

Saga kynsins

Bengal-kettir fá nafn sitt frá Bengal-tígrisdýrinu þar sem feldur þeirra minnir á feldinn á þessum fjarskylda frænda. Sannleikurinn er sá að þetta húskattarkyn á rætur sínar að rekja út í villta náttúruna: Bengal-kettirnir urðu til sem húskettir árið 1963 eftir þróunarstarf af hálfu Jean Mill, en hún var ákafur kattaræktandi frá Arizona. Þessi aðdáandi hvers kyns kattardýra paraði asískan hlébarðakött saman við sinn eigin húsvana svarta högna. Úr varð Bengal-köttur með skapgerð heimiliskattar og fimi frumskógarkattardýrs.

Síðan tók Mill fyrstu læðuna og notaði hana í næstu got. Bengal-kettirnir voru síðan þróaðir við Kaliforníuháskóla í Davis þegar Mill aðstoðaði við pörun átta kettlinga saman við Abyssinian Burmese og Egyptian Mau kattakynin.

Í dag er Bengal-kynið orðið mun húsvanara en það er einnig mjög eftirsótt og gengur undir nafninu „Rolls Royce kattanna“ í kattaheiminum.

International Cat Association tók kynið inn árið 1983, en þó aðeins með prufustöðu. Árið 1991 urðu Bengal-kettir fullgildir meðlimir og fengu síðan skráningu sem viðurkennt kattarkyn árið 1999 hjá Federation Internationale Feline, virtum samtökum ættbókarskráningaraðila.

Tveir Bengal-kettir, annar sitjandi, hinn liggjandi, í svarthvítu

4/7

From head to tail

Líkamleg sérkenni Bengal-katta

1. Ears

Eyrun eru breið neðantil, ávöl efst, framvísandi, lítil til miðlungs að stærð, aldrei stór

2. Head

Lítið höfuð, eilítið þríhyrningslaga.

3. Body

Stæltur, mjög langur, fimur og kvikur skrokkur.

4. Tail

Sver rófa kemur jafnvægi á líkamann, mjókkar að ávölum enda.

5. Fur

Auðþekkjanlegur feldur, mynstur ýmist rósótt, rákótt eða doppótt, mörg afbrigði.

Liggjandi Bengal-köttur horfir á myndavélina

5/7

Things to look out for

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Bengal-ketti, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Nýtur þess að klifra – passaðu upp á verðmætar ljósakrónur

Þar sem forfeður Bengal-kattanna áttu heimkynni í frumskóginum er auðvelt að skilja hvers vegna þeir vilja klifra eins hátt og hægt er – gjarnan upp á hæsta punkt heimilisins. Því er skynsamlegt að fjarlægja ættargripi fjölskyldunnar og dýran ljósabúnað og hafa vökult auga með verðmætum húsgögnum. Fimi og óttaleysi eru tvö af ótal mögnuðum einkennum Bengal-kattanna. Það allra magnaðasta er þetta: Einkar liprar loppurnar, sem gera þessum köttum kleift að leysa ótal flókin verkefni. Bengal-kötturinn á það til að kveikja og slökkva ljósin heima hjá sér!

Allir heimsins naggrísir, sameinist!

Þótt Bengal-kötturinn sé frábært fjölskyldudýr er hann með mikið veiðieðli – reyndar mjög mikið. Hafðu í huga að þetta er aðeins fjórða kynslóð þessa kyns – það eru aðeins fjögur skref frá villtri náttúrunni. Þegar kynið varð þekkt (og öðlaðist meiri vinsældir) seint á tíunda áratugnum þurftu væntanlegir eigendur að sækja um leyfi til að eiga Bengal-kött. Í þessum köttum eimir enn eftir af hvötinni til að sækja sinn eigin kvöldverð. Haltu kettinum fjarri litlum gæludýrum sem eru á sama heimili, t.d. stökkmúsum, músum eða naggrísum, ef ske kynni að kötturinn þinn komist í veiðihug. Hafðu líka hugfast að Bengal-kötturinn þinn er með liprar loppur sem geta leyst ýmis verkefni – til dæmis að lyfta upp lokum og taka hluti upp!

Þú þarft ekki að telja hitaeiningarnar – ekki eins mikið.

Þyngd verður aldrei vandamál hjá Bengal-kyninu. Hátt virknistig, óstöðvandi athafnasemi, stöðug og brennandi forvitni – þetta eru kettir sem brenna hitaeiningum hraðar en ofurfyrirsætur á Tískuvikunni. Besta fóðrið fyrir Bengal-ketti er hágæðafóður með næringarefnum og steinefnum sem þeim eru nauðsynleg í vextinum. Þar sem kettir þurfa að borða lítið í einu en reglulega skaltu gefa þeim nokkrum sinnum á dag eftir vandlega mælingu á næringarþörfinni. Til að halda rennilegum skrokknum í góðu formi skaltu aldrei offóðra Bengal-köttinn.

Heilsusamlegt fóður, heilbrigðari köttur

Kettlingur
Fullorðnir
Öldungar
  • Sérsniðið heilsufóður gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að viðhalda heilsu og fegurð Bengal-katta. Fóður veitir orku fyrir nauðsynlega líkamsstarfsemi og heildstæð fóðurblanda fyrir Bengal-ketti ætti að innihalda rétt magn næringarefna. Feeding them in this way will offer a diet that’s neither deficient nor excessive, both of which could have adverse effects on your cat’s health. Hreint, ferskt vatn ætti alltaf að vera aðgengilegt til að tryggja góða starfsemi þvagfærakerfisins. Köttum er eðlislægt að éta litlar máltíðir, sjö til tíu sinnum á dag. Ef þeir fá ráðlagðan dagsskammt af þurrfóðri einu sinni á dag stjórna Bengal-kettir auðveldlega eigin neyslu. Eftirfarandi ráðleggingar eiga við um heilbrigð dýr. If your cat has health problems, please consult your veterinarian who will prescribe an exclusively veterinary diet.
  • Growth is an essential stage in a kitten’s life. Þetta er tími mikilla breytinga, uppgötvana og nýrra kynna. Þarfir Bengal-kettlinga hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum köttum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Vöxtur kettlinga er í tveimur stigum:
  • Uppvöxtur
  • Frá fæðingu til fjögurra mánaða aldurs:
  • Á þessum aldri hættir kettlingurinn að nærast á móðurmjólkinni og er vaninn á fasta fæðu. Á aldrinum þriggja til sex vikna koma kettlingatennurnar í ljós. Á þessu stigi geta kettlingar ekki enn tuggið svo mjúkt fóður (uppbleytt þurrfóður eða blautfæði) auðveldar umskiptin úr vökva í fasta fæðu.
  • Milli 4 og 12 vikna eftir fæðingu
  • minnkar náttúrulegt ónæmi sem kettlingur fær frá broddmjólk móðurinnar – eða fyrstu mjólkinni – á meðan ónæmiskerfi kettlingsins þroskast smátt og smátt. Þessi mikilvægi tími, sem kallast ónæmisbil, krefst flókinnar blöndu andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, til að styðja við náttúrulegar varnir líkamans. Kettlingar fara í gegnum ákaft og sérlega viðkvæmt vaxtarskeið þar sem þeir eiga til að vera með meltingarvandamál. Meðan á því stendur ætti fóðrið að vera bæði orkuríkt til að fullnægja nauðsynlegri vaxtarþörf þeirra og innihalda mjög auðmeltanleg prótín fyrir meltingarkerfið sem er enn að þroskast. góðgerlafæða (e. prebiotics), til dæmis ávaxtasykrur, geta bætt meltinguna með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Og árangurinn? Bættar hægðir. Fóður kettlinga ætti að innihalda ómega 3 fitusýrur – (EPA-DHA) – sem stuðla að eðlilegum þroska taugafrumna.
  • Mótun og samhæfing: frá 4 mánaða til 12 mánaða:
  • Það hægir á vexti frá fjögurra mánaða aldri svo þá er mælt með fituminna fóðri. Þetta er sérstaklega mikilvægt eftir að kettir hafa verið gerðir ófrjóir. Á aldrinum 4 til 7 mánaða missa kettlingar mjólkurtennurnar og fá varanlegar tennur. Þegar fullorðinstennurnar koma up, þarf kettlingurinn að fá fóðurkúlur sem eru nægilega stórar til að hann þurfi að tyggja þær. Fram að 12 mánaða aldri er ónæmiskerfi Bengal-kettlinga enn að þroskast. A complex of antioxidants, including vitamin E, can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. The digestive system matures progressively, with digestive aptitudes reaching full maturity toward twelve months of age. Þá er Bengal-köttur fær um að neyta fóðurs fyrir fullorðna ketti.
  • Auk þess að viðhalda eðlilegum þvaglátum, eins og hjá öllum köttum, eru helstu næringarmarkmið fullorðinna Bengal-katta:
  • Að nota hágæða prótín og fituinnihald í hófi til að viðhalda þeim vöðvamassa sem er ákjósanlegur fyrir þennan fjöruga kött
  • Supporting optimal digestion and balancing intestinal flora by using highly digestible proteins and prebiotics
  • Að viðhalda heilbrigði húðarinnar og gljáa og mýkt snögghærðs feldarins með viðbættum og sérsniðnum næringarefnum, t.d. amínósýrum, vítamínum og ómega-3 og ómega-6 fitusýrum
  • Að efla tannheilsu og nota því þurrfóður með lögun sem kötturinn nær auðveldlega að taka upp og áferð sem ýtir undir tyggingu.
  • A senior cat - one over the age of 12 - may sometimes have difficulties with absorption. To maintain the weight of the ageing cat and minimise the risk of deficiency, they should be given an extremely digestible food filled with essential nutrients.
  • Með aldrinum versnar tannheilsa katta oft og hjá sumum köttum minnkar lyktar- og bragðskyn líka. Þetta veldur því að þeir éta minna. Til að tryggja að þeir éti nóg, þarf lögun, stærð og mýkt fóðurkúlna að vera þannig að kjálkar kattarins ráði vel við þær en kjálkar geta orðið viðkvæmari með aldrinum.
  • Orkuþörf kattarins fer eftir lífsstílnum þótt hann sé orðinn gamall. Eldri kettir sem halda áfram að fara út reglulega njóta góðs af mataræði með aðeins hærra fituinnihaldi. Á hinn bóginn kemur öldrun ekki í veg fyrir að inniköttur verði of feitur. Fylgjast skal vel með hitaeininganeyslu þeirra. Fóður með hóflegu fituinnihaldi hentar líklega best.
Bengal-köttur situr á tréskenk

6/7

Umönnun Bengal-kattarins

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Inline Image 6

Bengal-kötturinn er hálfur frumskógarköttur og lipurð og styrkur eru honum í blóð borin. Þeir eru íþróttakettir að eðlisfari og þurfa gott athafnarými, jafnt innandyra sem utan, því þeim er eðlislægt að kortleggja í þaula hvert tré og hvern blett á yfirráðasvæðinu. Hafðu ævinlega auga með þeim svo þeir ráfi ekki of langt að heiman og til að gæta þeirra fyrir öðrum dýrum, umferð eða gæludýraræningjum sem virðast hafa sérstakan áhuga á köttum.

Inline Image 7

Að snyrta feld hins gullfallega Bengal-kattar er einstök ánægja fyrir alla sem fá að kynnast þessu magnaða kattakyni í návígi. Það er tiltölulega auðvelt að sinna þessum ketti – hann elskar nefnilega að fá athygli. Það ætti að vera nóg að bursta hann einu sinni í viku og fylgjast með hárlosun, sem ekki er mikil. Það er líka æskilegt að baða Bengal-köttinn sjaldan, því þannig helst þessi nokkuð viðhaldsfríi feldur sér best. Klipptu klærnar mánaðarlega.

Inline Image 11

Bengal-kettir eiga auðvelt með að læra brellur og eru auðveldari í þjálfun en margar aðrar kattategundir. Þeir eru mjög tryggir eiganda sínum og ánægðir þegar þeir eru hluti af hópi. Þetta eru sérlega árvökulir og skarpir kettir sem geta jafnvel átt til að opna hurðir og skápa með liprum loppunum!

7/7

Allt um Bengal-ketti

Þótt kynið hafi verið ræktað saman við asískan hlébarðakött er Bengal-kynið í dag sannkallaður heimilisköttur. Þeir eru kraftmiklir og fimir, en líka kúridýr sem kunna vel við sig með börnum og henta því vel á barnmörgum heimilum. Persónuleiki Bengal-kattarins minnir næstum á hund: Þeim finnst gaman að glíma við verkefni og læra alls konar kúnstir!

Alls ekki. Ofbeldi er ekki hluti af eðli þeirra. Þetta kattakyn er einstaklega vingjarnlegt og er alltaf til í leik, eða bara smá kúr hjá þér. Bengal-kettir eru auk þess rómaðir fyrir að vera mjög blíðir við börn. Athugaðu: Bengal-kettir hafa hins vegar mjög ríkt veiðieðli, svo það er vissara að halda þeim frá hamstrinum á heimilinu.

Sources

1 - Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/

2 - Royal Canin Cat Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020

3 - Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/

4 - Royal Canin BHN Product Book