Að venja hvolp á að vera í búri

Hvolpar eru félagsverur og ef þeir eru einir geta þeir orðið órólegir og jafnvel tekið upp á því að skemma hluti. Ef hvolpur er vaninn á að vera í búri, líður honum vel í búrinu, jafnvel þótt þú sért ekki heima.

Jack Russell Terrier puppy sleeping on a soft blanket

Af hverju skiptir máli að venja hvolp á að vera í búri?

Hvolpar geta orðið hræddir og óöruggir þegar þeir eru skildir eftir einir. Þær tilfinningar geta brotist út í óæskilegri hegðun hjá þeim. Ef rétt er farið að við að venja hvolp á að vera í búri, kemur það í veg fyrir þessa óæskilegu hegðun auk þess sem hundurinn á öruggt skjól í búrinu þar sem hann getur verið í næði.

Dalmatian puppy sleeping indoors

Hvaða kostir fylgja því að venja hvolp á að vera í búri?

Ýmislegt mælir með því að venja hvolp á að vera í búri:

Einn

Ef þú venur hvolpinn á að vera í búri getur þú takmarkað aðgengi hans um húsið meðan hann lærir húsreglurnar.

Tveir

Þegar hvolpinum er farið að líða vel í búrinu sínu er óhætt að láta hann vera í búrinu yfir nótt eða þegar hann er einn heima.

Þrír

Eftir að hafa vanist kassanum fyllist hvolpurinn ekki lengur kvíða eða finnst hann vera yfirgefinn þegar hann er skilinn einn eftir

Fjórir

Minna verður um óhreinindi, nag og skemmdir

Fimm

Hvolpurinn þinn hefur stað út af fyrir sig þar sem honum finnst hann öruggur og getur snúið til hvenær sem er

Sex

Þú getur notað kassann til að flytja hvolpinn á einfaldan hátt til dýralæknis eða annarra staða

Dachshund puppy sitting indoors on a blanket

Hvernig á að velja kassa?

Kassar eru til í öllum stærðum og gerðum. Aðalatriðið er að kassinn ætti að vera nógu stór til að hvolpurinn geti staðið upp og snúið sér í honum, bæði núna og þegar hann nær fullorðinsaldri.

Þjálfun og leikur hvolpa

Það er afar mikilvægt fyrir þroska hvolpsins að hann leiki sér og læri. Hann þarf líka að læra helstu lífsreglurnar. Hvolpar eru námfúsir að upplagi og þú ættir því að byrja að þjálfa hvolpinn þinn eins fljótt og auðið er.

Þjálfun hvolpsins
Dachshund puppies playing in black and white
Dachshund mother and puppies in black and white on a white background

Að umhverfisþjálfa hvolp

Félagsmótun er eitt mikilvægasta skrefið í því að tryggja að hvolpurinn þinn þroskist í sjálfsöruggan fullorðinn hund í góðu jafnvægi. Það er aldrei of snemmt að byrja í rólegheitunum að kynna gæludýrið fyrir nýjum upplifunum, fólki og dýrum.

Að umhverfisþjálfa hvolpinn