Fyrstu dagarnir og vikurnar með nýja hvolpinum þínum

Það er spennandi að bjóða nýjan hvolp velkominn á heimilið, en fyrstu dagarnir geta líka verið stressandi fyrir bæði þig og hann. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að hjálpa hvolpinum þínum að koma sér fyrir.

English Cocker Spaniel puppy black and white

Fyrsti dagur hvolpsins á nýja heimilinu

Það er stór dagur í lífi hvolpsins þegar hann flytur að heiman frá mömmu sinni og systkinum. Til að auðvelda honum heimkomuna og til að hann geti gert sig heimakominn, skaltu fylgja þessum ráðum.

Hvolpum finnst gott að vita við hverju þeir eiga að búast. Skipuleggðu rútínuna sem þú ætlar að hafa fyrir fóðrun, klósettferðir, hreyfingu og snyrtingu og þá geturðu byrjað strax á fyrsta degi. Ef þú veist hvaða rútínu ræktandinn fylgir áður en þú sækir hvolpinn, þá er best að halda henni áfram til að veita stöðugleika þar til hvolpurinn hefur komið sér fyrir.

Fyrsta nótt hvolpsins á nýja heimilinu

Hvolpar eru að sumu leyti eins og kornabörn. Sumir aðlagast auðveldlega og sofa vært frá fyrstu nótt meðan aðrir hvolpar halda vöku fyrir heimilisfólkinu meðan þeir eru að aðlagast nýja heimilinu. Sýndu þolinmæði og staðfestu og fylgdu þessum ráðum.

Hvolpar þreytast auðveldlega og þurfa mikinn svefn til að öðlast heilbrigðan þroska og líða vel, svo mikilvægt er að gefa þeim sem flest tækifæri til að hvíla sig. Til að byrja með þurfa hvolpar allt að 18 til 20 tíma svefn á hverju 24 klukkustunda tímabili. Það mun svo minnka í um það bil 12 til 14 klukkustundir þegar þeir ná fullorðinsaldri.

Hvernig fóðra skal hvolpinn fyrst um sinn

Fyrsta skiptið sem þú fóðrar hvolpinn markar mikilvæg tímamót. Að skilja hvað hann þarf á þeim tímapunkti mun hjálpa þér að gera upplifunina jákvæða.

Gefðu sama fóður í byrjun

Fyrstu eina eða tvær vikurnar eftir að hvolpurinn kemur heim til þín skaltu gefa honum sama fóður og hann er vanur og fylgja leiðbeiningum á umbúðunum. Snöggar breytingar á fóðri geta valdið meltingartruflunum.

Bjóddu upp á rólegan stað til að borða

Þetta ætti að vera fjarri þeim stað sem þú og önnur gæludýr borða. Leyfðu hvolpinum að vera í friði á meðan hann borðar til að koma í veg fyrir að hann finni til kvíða eða fari í vörn.

Að hefja fóðrunaráætlun

Hundum finnst hughreystandi að vita hvenær þeir fái að borða svo þú skalt vinna eftir fóðrunaráætlun frá fyrsta degi. Við afvenslun þurfa þeir fjórar máltíðir á dag og þangað til þeir eru að minnsta kosti fjögurra mánaða gamlir þurfa þeir þrjár máltíðir á dag. Ef þú ert óviss á einhverjum tímapunkti skaltu fá ráð hjá dýralækninum þínum.

Lestu um næringu og hvolpafóður

Best er að gefa ungum hvolpum þrjár til fjórar máltíðir á dag í stað einnar eða tveggja stórra máltíða. Þú getur notað hluta af fóðurskammti dagsins sem verðlaun fyrir góða frammistöðu í þjálfun. Með því móti kemur þú í veg fyrir að hann borði of mikið.

how to transition onto new food illustration

Örugga aðferðin við að breyta mataræði hvolpsins

Hvolpar eru með viðkvæmt meltingarkerfi sem bregst ekki vel við skyndilegum breytingum. Þegar þú vilt skipta um fóður er mikilvægt að fara hægt og rólega í það til að koma í veg fyrir ólgu í maga. Sjáðu leiðbeiningarnar okkar um hvernig á að breyta mataræði hvolpsins þíns á öruggan hátt.

Lesa meira

Fóðrun hvolpsins

Með því að skilja vel næringu og matarvenjur hunda geturðu veitt hvolpinum þínum eins heilbrigt upphaf ævinnar og kostur er.

Fóðrun hvolpsins
Labrador puppy black and white eating from red bowl
Golden Retriever puppy sitting on a table being examined by a vet

Farðu með hvolpinn til dýralæknis

Þú gætir þurft að fara með hvolpinn í skoðun eftir að hann hefur fengið nokkra daga til að koma sér fyrir hjá þér. Dýralæknirinn mun setja saman bólusetningaráætlun fyrir hvolpinn vegna þess að nauðsynlegt er að bólusetja hann áður en hann má hitta aðra hunda. Dýralæknirinn mun jafnframt veita þér ráð um allt frá ormahreinsun til næringar.

Að umhverfisþjálfa hvolpinn

Hér eru nokkrar leiðir til að umhverfisþjálfa hvolpinn fyrstu vikuna.

Hundar heyra mjög vel og þeir geta orðið hræddir við ákveðin hljóð. Fyrstu vikuna eftir að hvolpurinn kemur inn á heimilið skaltu kynna hann fyrir ólíkum hljóðum eins og tónlist, hljóðunum í hárblásara, dyrabjöllu og ryksugu. Þetta á að vera ánægjuleg reynsla fyrir hvolpinn og þú getur stuðlað að því með því að leika við hann á meðan eða gefa honum hundanammi. Hafðu hljóðin lág í byrjun svo hvolpurinn verði ekki hræddur. Síðan getur þú smám saman hækkað hljóðin þegar hann er farinn að þekkja þau.

Hvolpurinn verður að læra hvernig á að takast á við fjölbreytt umhverfi, yfirborð og hindranir. Þess vegna skaltu hjálpa honum af stað með því að sýna honum stiga eða þrep og yfirborð af ýmsu tagi.

Hvort sem það er til að fara til dýralæknisins eða eitthvert annað yfir daginn er líklegt að hvolpurinn þinn muni þurfa að ferðast í bíl á einhverjum tímapunkti fljótlega. Þess vegna er gott að láta hann venjast því sem fyrst.

Dýralæknirinn mun vilja kanna hvolpinn þinn frá trýni aftur á skott. Best er að venja hann blíðlega við að vera tekinn upp og meðhöndlaður um allan skrokkinn og tryggja að það sé notaleg upplifun strax frá upphafi.

Hvolpurinn ætti að sofa í búri yfir nóttina en það er jafnframt skynsamlegt að venja hann á að hvíla sig þar í einhvern tíma yfir daginn. Það er heppilegt ef þú vilt til dæmis að hann sé í öruggu skjóli þegar gestir koma í heimsókn. Vertu viss um að hvolpurinn sé orðinn vanur búrinu áður en þú lætur hann sofa í því alla nóttina.

Hvolpurinn þarf að eiga samskipti við fleiri en þig svo þú skalt sjá til þess að hann verji tíma með öllum í fjölskyldunni og myndi tengsl við alla fjölskylduna. Góð leið til að mynda tengsl er að hver og einn fjölskyldumeðlimur taki að sér ákveðna þætti í umönnuninni, gefi hvolpinum að borða, fari með hann út til að gera þarfir sínar eða snyrti feldinn.

Dachshund puppies in black and white

Lærðu um félagsmótun hvolpsins þíns

Hluti af ábyrgð þinni sem gæludýraeiganda er að hjálpa hvolpinum þínum að venjast heiminum og finna til öryggis í nýjum aðstæðum. Þú getur auðveldað félagsmótun hvolpsins með því að kynna hann smám saman fyrir nýjum upplifunum.

Að umhverfisþjálfa hvolpinn

Vöku- og svefntími hvolpsins þíns

Fyrstu dagana og vikurnar er áríðandi að þú tryggir að hvolpurinn aðlagist nýju fjölskyldunni vel, hann dafni og verði heilbrigður hundur sem hegðar sér vel. Best er að þú takir þér frí frá vinnu fyrstu vikuna ef þú átt þess kost. Þá getur þú einbeitt þér að því að fastsetja venjur. Það eykur öryggiskennd hvolpsins sem skilur þá til hvers er ætlast af honum.

Fyrsta gönguferð hvolpsins þíns

Þegar hvolpurinn er orðinn bólusettur og dýralæknirinn hefur staðfest að hann megi hitta aðra hunda þarftu að fara með hann í gönguferð tvisvar á dag. Fyrsta gönguferðin er mikilvægur viðburður og þú skalt leggja þig fram um að gera hana ánægjulega svo hann hafi fullt sjálfstraust í ferðirnar sem á eftir koma.

Fylgdu skrefunum hér fyrir neðan til að tryggja vel heppnað upphaf á gönguferðum hvolpsins.

Milli fjögurra og 16 vikna þroskast heilinn talsvert og þá eru hvolparnir eru tilbúnari að reyna eitthvað nýtt. Þetta er tilvalinn tími til að byrja að kynna nýjungar fyrir þeim og hefja grunnþjálfunina. Ef ungir hvolpar kynnast ekki ólíkum hlutum, hljóðum, lykt, áferð, fólki og gæludýrum getur það valdið hegðunarerfiðleikum og tilfinningaflækjum þegar þeir eldast.

Þjálfun hvolpsins

Auk umhverfisþjálfunar getur grunnþjálfun aukið sjálfstraust hvolpsins þíns. Hundur sem hegðar sér vel getur líka farið með þér mjög víða.

Þjálfun hvolpsins
Dachshund puppies in black and white

Skoða hvolpavörur

Næring sem er sérsniðin að þörfum hvolpa eftir mismunandi aldri, stærð og hundakyni.