Þjálfun og leikur hvolpa

Þjálfun og leikur eru lykillinn að heilbrigðum þroska hvolpsins þíns Vel þjálfaður og hlýðinn hvolpur er líklegri til að vera í góðu jafnvægi og ánægður þegar hann verður fullorðinn.

Dachshund puppies playing in black and white

Þrjár ástæður fyrir því að þjálfa hvolpinn þinn

Hundar eru í eðli sínu hjarðdýr. Þess vegna getur það valdið hvolpinum þínum streitu að vera einn heima klukkutímum saman. Þessi „aðskilnaðarkvíði“ getur leitt til þess að hann nagi, gelti og óhreinki heimilið. Þess vegna er mikilvægt að undirbúa hvolpinn undir að verja tímanum aleinn.

Ráðleggingar um þjálfun hvolpa

Hvolpar geta verið fljótir að læra og haft gaman af vel skipulagðri æfingu. Hér eru nokkur ráð til að gera æfinguna að ánægjulegri stund svo þið hvolpurinn fáið sem mest út úr hverri æfingu.

Það er mikilvægur liður í þjálfunarferlinu að láta hvolpinn þinn vita að hann hafi gert eitthvað rétt. Prófaðu að nota kaloríusnautt snarl, hollt nammi eða notaðu korn sem tekið er af daglega matarskammtinum. Önnur umbun sem ekki er matarkyns getur verið hrós, athygli eða uppáhaldsleikfangið hans. Allt slíkt mun verða hvatning til að endurtaka góða hegðun.

Æfingalotur þurfa ekki að vera flóknar eða standa í marga klukkutíma. Eftir smá tíma gæti athygli hvolpsins farið að minnka. Þess vegna skaltu hafa æfingarnar stuttar og tíðar. Þú gætir þurft að endurtaka sömu lotuna nokkrum sinnum.

Í hvolpaskóla getur þú kennt hvolpinum þínum undir leiðsögn þjálfara. Hvolpurinn fær góða umhverfisþjálfun í hvolpaskólanum og venst því að vera innan um annað fólk og aðra hunda.

Á fyrstu mánuðum ævinnar er heili hvolpsins í stöðugum vexti og þróun. Þess vegna er mikilvægt að byrja að æfa snemma, þegar hann er móttækilegastur fyrir nýrri reynslu.

Það er lykilatriði að sýna staðfestu svo hvolpurinn þinn skilji þig. Þú ættir til dæmis ekki að leyfa honum eitthvað í dag sem er bannað á morgun. Í þjálfun er best að nota alltaf sama orðið fyrir sömu skipunina og biðja aðra fjölskyldumeðlimi að gera hið sama.

Þjálfun tekur tíma. Það skiptir máli að sýna hvolpinum þolinmæði og refsa honum ekki þótt ekki sé allt samkvæmt áætlun. Ef hvolpurinn þinn nagar húsgögn, klifrar þar sem hann á ekki að klifra eða pissar inni, þjónar engum tilgangi að skamma hann eftir á, enda eru litlar líkur á að hann tengi athöfnina við skammirnar. Besta leiðin til að kenna honum að eitthvað sé bannað er að segja skýrt „nei“ meðan hann gerir eitthvað sem þú vilt ekki að hann geri.

Að kenna hvolpinum grundvallaratriðin

Það verður þægilegra fyrir þig að hafa stjórn á hvolpinum þínum ef þú kennir honum nokkrar grunnskipanir. Auk þess líður hvolpinum þá betur í alls kyns aðstæðum. Hann verður líka öruggari í margmenni og á hættulegum stöðum þannig að þú getur þá tekið hann með þér hvert sem er. Hér að aftan eru nokkrar grunnskipanir sem þú þarft að kenna honum:

Hvernig þjálfa skal hvolp til að sitja

Byrjaðu á að halda hundanammi fyrir framan nefið á hundinum. Lyftu namminu yfir höfuð hundsins til að hvetja hann til að setjast. Þegar hundurinn hallar höfðinu til að elta nammið ætti hann að setjast af sjálfu sér. Verðlaunaðu þá hundinn fyrir góða hegðun.

Endurtaktu þessi skref nokkrum sinnum á dag þar til hundurinn skilur þetta. Eftir það skaltu halda áfram að nota handahreyfinguna en hætta smám saman að gefa nammi. Þegar hundurinn er farinn að hlýða þessu geturðu byrjað að nota raddskipunina samhliða.

Hvernig þjálfa skal hvolp til að leggjast

Þegar hvolpurinn þinn hefur lært að setjast geturðu kennt honum að leggjast niður með því að halda á nammi, færa það niður milli framfótanna og draga það síðan í burtu frá honum. Þegar hann leggst niður skaltu verðlauna hann fyrir góða hegðun. Haltu svo áfram að endurtaka þetta og minnkaðu smám saman nammigjöfina þar til hvolpurinn hlýðir skipuninni við allar aðstæður.

Þegar þú ert viss um að hvolpurinn geti þetta með auðveldu móti geturðu byrjað að tengja einnig raddskipun við þessa skipun.

Að kenna hvolpinum að bíða

Byrjaðu á því að kenna hundinum þínum að setjast með því að gefa honum ábendingu með höndinni og segja „sestu“. Réttu úr handleggnum og láttu lófann vísa fram um leið og þú segir „kyrr“.

Bíddu í nokkrar sekúndur og verðlaunaðu hann svo fyrir góða hegðun. Endurtaktu æfinguna. Biddu nú hundinn þinn að setjast með því að segja „sestu“ en í þetta sinn skaltu stíga skref aftur á bak, með útréttan handlegg og lófann þannig að hann vísi í átt að hundinum, um leið og þú segir „kyrr“. Bíddu í þrjár sekúndur áður en þú stígur fram og verðlaunar hundinn þinn.

Endurtaktu þessar æfingar og auktu kröfurnar smám saman með því að stíga lengra aftur á bak frá honum en mundu að verðlauna hann í hvert skipti fyrir góða hegðun. Ekki gleyma að gefa hundinum lausnarskipun við lok hverrar æfingar með því að hvetja hann til að standa upp. Bestur árangur næst ef æft er mörgum sinnum og í nokkrar mínútur í einu.

Hvernig þú þjálfar hvolp til að koma til þín

Hvolpar eru ekki mjög einbeitt dýr og því er best að gera æfingar á lokuðu svæði þar sem truflanir eru mjög fáar. Byrjaðu á að láta hvolpinn rölta burt, beygðu þig svo niður, opnaðu faðminn og notaðu spenntan raddblæ til að kalla nafnið hans og síðan orðbendinguna.

Þegar hann kemur skaltu gefa honum mikið hrós og verðlauna með nammi. Síðan skaltu gefa honum annað nammi meðan þú smellir taumnum á ólina. Þegar hann er búinn með nammið skaltu losa tauminn, standa upp og ganga í burtu. Endurtaktu svo ferlið frá byrjun.

Æfðu á hverjum degi í nokkrar vikur og hafðu æfingarnar stuttar. Gerðu æfingarnar við mismunandi aðstæður, en alltaf með öryggi hundsins í huga.

Hvernig þjálfa skal hvolp til að ganga við hæl

Byrjaðu á að láta hundinn sitja. Hafðu nammi í höndinni og haltu því í hökuhæð hundsins. Gakktu síðan rösklega af stað og segðu „hæll“.

Þegar hundurinn er að fara að ná þér skaltu stoppa og láta hann setjast. Síðan skaltu verðlauna hundinn fyrir góða hegðun. Endurtaktu þetta í nokkrar mínútur eða þar til hundurinn verður þreyttur.

Æfðu hvenær sem tækifæri gefst. Að ganga við hæl er nokkuð flókin hegðun fyrir hunda svo þú munt ná bestum árangri með tíðum æfingum í nokkra mánuði.

Brown Labrador puppy standing outside in a garden with owners

Að halda áfram þjálfun hvolpsins

Það getur verið bráðsnjallt að fara í hvolpaskóla þar sem þú getur kennt hvolpinum þínum nýjar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Hvolpurinn fær góða umhverfisþjálfun í hvolpaskólanum og venst því að vera innan um annað fólk og aðra hunda.

Hvolpar eru sannkölluð orkubúnt og eru fljótir að læra en þeir þreytast líka auðveldlega. Þess vegna er mikilvægt að æfingastundirnar séu stuttar og að hvolpurinn fái tíma til að læra smám saman og í rólegheitum.

Að leika við hvolpinn

Af hverju er leiktími svona mikilvægur fyrir hvolpa?

Leikur er mikilvægur þáttur í þroskaferli þeirra. Að leika sér með leikföng og eiga samskipti við þig á hverjum degi hjálpar honum að skilja nokkrar af þeim grundvallarreglum sem honum eru nauðsynlegar til að verða hamingjusamur fullorðinn hundur í góðu jafnvægi. Leiktími hjálpar einnig gæludýrinu þínu:

  • Að auka færni og læra nýjar skipanir
  • Að skilja að bit og nart sé ekki leyfilegt
  • Til að styrkja tengslin á milli ykkar
  • Til að viðhalda virkni og heilbrigði
  • Til að tryggja að þeir fái andlega örvun
German Shepherd puppy in black and white on a white background with a ball in its mouth

Hvernig leikföng henta hvolpum best?

Veldu leikföng sem vekja forvitni hjá hvolpinum þínum og hvetja hann til að hreyfa sig eða leikföng sem hafa nýtt bragð eða áferð.

Beagle puppy standing in a cardboard box

Stór pappakassi

Stór pappakassi er frábær staður til að hlaupa, fela sig og mun að öllum líkindum veita hvolpinum útrás fyrir að naga. Farðu þó varlega ef þú vilt ekki að hann nagi pappann um allt heimilið.

Gúmmíleikföng

Hvolpurinn getur nagað gúmmíleikföngin.

Australian Shepherd puppy playing in the grass with a toy
Dachshund puppy laying on a rug playing with a toy

Gagnvirk leikföng

Gagnvirk leikföng sem innihalda nammi hjálpa til við að örva hvolpinn þinn.

Þrautaskálar með fóðri

Dýr borða hægar úr þrautaskálum.

Labrador Retriever puppy eating from a red puzzle feeder

Ráð varðandi leik við hvolpinn

Veldu viðeigandi leikföng

Kauptu bara leikföng sem eru nægilega stór til að hvolpurinn þinn geti ekki gleypt þau. Gakktu úr skugga um að þau séu endingargóð og kannaðu reglulega hvort þau eru að skemmast

Reglulegir leiktímar

Gefðu þér að minnsta kosti tvo leiktíma með hvolpinum þínum á hverjum degi og sameinaðu þá þjálfunarlotum svo að ánægjan og þjálfunin verði sem mest

Bannaðu bit

Ef hvolpurinn bítur skaltu hætta leiknum og láta hann róa sig

Forðastu hált gólf

Veldu herbergi þar sem gólfið er ekki hált, svo hvolpurinn meiði sig ekki

Dachshund mother and puppies in black and white on a white background

Að umhverfisþjálfa hvolp

Félagsmótun er eitt mikilvægasta skrefið í því að tryggja að hvolpurinn þinn þroskist í sjálfsöruggan fullorðinn hund í góðu jafnvægi. Það er aldrei of snemmt að byrja í rólegheitunum að kynna gæludýrið fyrir nýjum upplifunum, fólki og dýrum.

Að umhverfisþjálfa hvolpinn