Black Labrador Retriever puppy eating from a red bowl

Fóðrun og næring hvolpa

Hvolpar vaxa hratt en meltingarkerfi þeirra og ónæmiskerfi þroskast hægt og því þurfa þeir að fá sérstakt fóður sem er ekki eins og fóður fyrir fullorðna hunda. Það skiptir höfuðmáli að þú gefir hvolpinum þínum fóður sem er sérstaklega hannað til að mæta næringarfræðilegum þörfum hans. Með því stuðlar þú að eðlilegum þroska hans og leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni.

Ástæða þess að fóðrun hvolpsins er jafn mikilvæg og raun ber vitni

Hvolpar ganga í gegnum mikilvægt vaxtar- og þroskaskeið Fóðrun þeirra á þessum tíma skiptir höfuðmáli og hefur áhrif á heilbrigði þeirra þegar þeir eldast.

English Cocker Spaniel puppy eating from a stainless steel bowl

Hvernig næringarþörf hvolpsins breytist

Matarþarfir hvolpsins breytast með hverju þroskastigi í átt að fullorðinsaldrinum, en mismunandi hundakyn verða fullþroska á mismunandi aldri. Til að tryggja að hvolpurinn fái viðeigandi stuðning allan tímann sem hann er að vaxa ætti hann að vera á sérstöku hvolpafæði þar til hann nær fullorðinsaldri.

Mánaðargamlir

Þegar hvolpar eru mánaðargamlir má smám saman byrja að venja þá af spena og á fasta fæðu. Þeir þurfa næringarefni sem byggja upp náttúrulegt varnarkerfi og styrkja „góðu bakteríurnar“ í viðkvæmu meltingarkerfinu.

Puppy lying on a blanket next to mother

Tveggja til fjögurra mánaða

Á þessu stigi er áhersla lögð á að styðja uppbyggingu beina og stoðkerfis hvolpsins með vandlega stýrðu magni af kalsíum, fosfór og D-vítamíni.

Jack Russell Terrier puppy eating from a stainless steel bowl outdoors

Fjögurra til sjö mánaða

Hvolpurinn þinn er byrjaður að byggja upp líkamsþyngd sína á þessum aldri og þarf nóg af hágæðapróteini sem auðvelt er að melta.

Welsh Cardigan Corgi puppy eating from a red bowl

10 mánaða til fullorðinsára

Þegar hvolpar nálgast fullorðinsaldur þurfa þeir enn að fá sérstaka næringu sem styrkir liðina. Þetta á ekki síst við um hunda af stórum tegundum því vöðvarnir stækka og valda auknu álagi á beinin.

Husky puppy standing in a kitchen eating from a bowl

Hvenær verður hvolpurinn þinn fullorðinn?

MJÖG LÍTILL LÍTILL MIÐLUNGSSTÓR STÓR MJÖG STÓR
Meðalþyngd fullorðins hunds
Upp að 4 kg
Upp að 10 kg 11-25 kg
26-44 kg 45 kg og meira
Vaxtartímabil (frá goti þar til hann verður fullorðinn) 8 til 10 mánuðir
8 til 10 mánuðir 12 mánuðir 15 mánuðir 18 til 24 mánuðir

Vísindaleg nálgun ROYAL CANIN® á næringu fyrir hvolpa

Við sérhæfum okkur í heilsusamlegu fóðri enda lítum við ekki þannig á að hvolpafóður eigi bara að vera orkugjafi. Það á að byggja upp og viðhalda frumum líkamans, verja hann gegn sjúkdómum og varna meltingarvandamálum, vandamálum í liðum og aldurstengdum kvillum.

Hvolpavörurnar okkar

ROYAL CANIN® hvolpanæring eflir vöxt og þroska með því að veita öll þau næringarefni sem hvolpurinn þarfnast fyrsta árið.

Hversu mikið fóður á ég að gefa hvolpinum mínum?

Næringarþörf hvolpa er mismunandi og fer eftir tegund og stærð þegar þeir ná fullorðinsaldri. Biddu dýralækninn að finna út væntanlega þyngd hvolpsins þegar hann fullorðnast, miðað við tegundina. Í framhaldi af því getur þú fundið rétta fóðrið fyrir hann. Gættu þess að gefa honum rétta skammtastærð.

Hundar eru flokkaðir í fimm mismunandi stærðir:
  • Örlitlir - allt að 4 kg á fullorðinsaldri
  • Litlir - allt að 10 kg á fullorðinsaldri
  • Meðalstórir - 11 kg til 25 kg á fullorðinsaldri
  • Stórir - 26 kg til 44 kg á fullorðinsaldri
  • Risar - yfir 45 kg á fullorðinsaldri

Tegundir af ólíkri stærð hafa ólíkar þarfir sem hvolpar. Til dæmis:
  • Smáhundar og mjög litlir hundar hafa viðkvæmari kjálka og minni tennur en stærri hundar. Þess vegna þarf fóðrið þeirra að vera af réttri stærð og með réttri áferð.
  • Miðlungs stórir hundar hreyfa sig oft mikið utan dyra og þurfa því að fá orkumikið fóður til að byggja upp náttúrulegar varnir.
  • Stórir og mjög stórir hundar vaxa hægar og þurfa minni orku fyrir hvert kíló af líkamsþyngd en litlu hundarnir.

Burtséð frá því hversu stór hundurinn þinn verður fullorðinn, er auðvelt að fóðra hvolp of mikið eða of lítið. Ef hann fær of lítið fóður getur það dregið úr vexti og valdið vannæringu. Hvolpur sem fær of mikið fóður getur orðið of feitur og það getur leitt til vandamála í beinum og liðum, öndunarerfiðleika og annarra kvilla.

Hvolpar vita ekki hvernig á að hemja fæðuinntöku, svo mikilvægt er að þú stjórnir skömmtunum vandlega til að koma í veg fyrir að hvolpurinn þinn þyngist um of. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir stór hundakyn, vegna þess að ef þau eru offóðruð getur það leitt til að vöxturinn verði of hraður og þeir lendi í stoðkerfisvandamálum.
Farðu ávallt eftir skammtastærðunum sem mælt er með á pakkningunum og vigtaðu hverja máltíð vandlega. Mundu að uppgefið magn er jafnan ráðlagður dagskammtur, svo þú þarft að skipta því milli máltíða hvolpsins yfir daginn. Allt nammi sem þú gefur hvolpinum þínum ætti einnig að reiknast inn í þennan dagskammt – það er auðvelt að offóðra með slíkum umbunum.

Að velja rétta fóðrunaráætlun fyrir hvolp

Hvolpar eru með lítinn maga og óþroskað meltingarkerfi þeirra bregst ekki vel við of miklu álagi. Til að koma í veg fyrir að hvolpurinn þjáist af kvillum eins og niðurgangi er best að skipta ráðlögðum dagskammti í litlar máltíðir sem hvolpurinn fær reglulega yfir daginn.

Dachshund puppy in black and white

Örlítil eða lítil kyn

Allt að 4 mánuðum 3 máltíðir á dag

4-10 mánaða 2 máltíðir á dag

Fullorðnir 1-2 máltíðir á dag

English Setter puppy sitting black and white

Miðlungs stórar tegundir

Upp að sex mánaða þrjár máltíðir á dag

Sex til tólf mánaða tvær máltíðir á dag

Fullorðnir ein til tvær máltíðir á dag

German Shepherd puppy black and white

Stór eða risavaxin kyn

Allt að 6 mánuðum 3 máltíðir á dag

6-15 mánaða 2 máltíðir á dag

Fullorðnir 1 eða 2 máltíðir á dag

Breytingar á fóðurgjöfum hvolpa

Fyrst um sinn, á meðan hvolpurinn afvenslast, þarf hann fjórar máltíðir á dag sem dreifast jafnt frá morgni til kvölds. Þegar hann nær fullorðinsaldri mun hann ráða við eina til tvær máltíðir á dag.
Smærri hundakyn ná fullorðinsþroska fyrr en önnur, svo þau geta fyrr farið að borða færri máltíðir. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem miðast við vænta fullorðinsstærð hvolpsins þíns. En það borgar sig alltaf að fá ráð hjá dýralækninum þínum um bestu fóðrunaráætlunina fyrir hvolpinn þinn.

Akita puppy sitting indoors on a wooden floor next to a stainless steel bowl

Hvolpar eru vanafastir og þurfa ekki sömu fjölbreytni í mataræði og mannfólkið. Best er að gefa þeim sama fóðrið, helst á sama tíma, á sama stað og úr sömu skál svo þeir finni til öryggis og meltingin raskist ekki.

Hvað er blönduð fóðrun fyrir hvolpa?

Blönduð fóðrun er þegar þú gefur hvolpinum þínum blöndu af blaut- og þurrfæði – annað hvort samtímis eða með aðskildum máltíðum, en aldrei í sömu skálinni. Hvort fæði um sig hefur ákveðna mikilvæga kosti. Sem dæmi eykur blautfæði vökvainntöku og höfðar til matvandra. Þurrfæði getur á móti hægt á þeim sem borða mjög hratt.

Kostir þess að gefa hvolpi blandað fóður

Vatnsgjöf

Í þurrfæði er rakainnihaldið í kringum 8% en í blautfæði er það oftast að minnsta kosti 75%.

Bragðgæði

Blautfóðurblöndurnar okkar eru hannaðar til að höfða til jafnvel vandlátustu hvolpa.

Þyngdarstjórnun

Hátt rakastig blautfæðis þýðir að skammtarnir geta verið stærri þótt kaloríufjöldinn sé sá sami.

Hvenær ætti ég að byrja blandaða fóðrun?

Hvolpar mega fá blandað fóður hvenær sem er, en að kynna þá fyrir fjölbreyttu mataræði snemma á lífsleiðinni gæti komið í veg fyrir að þeir verði matvandir á fullorðinsaldri. Meltingarvegur hunds venst samsetningu og tegund matar. Þegar byrjað er að gefa blandað fóður, þarf að bæta nýja fóðrinu smám saman við gamla fóðrið.

Lesa meira
Golden Retriever puppy standing indoors next to a stainless steel feeding bowl

Góðar fóðurvenjur hvolpsins þíns

Það getur verið álag að fóðra hvolp, sérstaklega ef hann neitar að borða eða borðar allt of hratt. Hér eru góðar fóðurvenjur sem gott er að setja strax í upphafi svo hvolpurinn tengi matartíma við eitthvað jákvætt og hann fái næringarefnin sem hann þarf.

Hafðu stjórn á skömmtunum

Til að koma í veg fyrir að þú offóðrir hvolpinn skaltu skoða mataræðisleiðbeiningarnar á umbúðum fóðursins og mæla hvern skammt vandlega. Mundu að uppgefið magn miðast við allan daginn, ekki einstaka máltíð.

Ekki gefa honum mannamat

Hundar hafa ekki sömu næringarþörf og mannfólkið. Það sem er hollt fyrir okkur getur valdið hundi alvarlegum óþægindum í maga. Ef hundar fá afganga frá matarborðinu er hætt við að þeir venjist á að betla mat þegar fólk borðar og það er hvimleiður ósiður.

Farðu varlega í nammið

Nammi skal alltaf telja sem hluta af daglegum heildarmatarskammti hvolpsins til að koma í veg fyrir að hann borði of mikið. Takmarkaðu hversu mikið þú gefur og gerðu það alltaf á réttum tíma og af réttri ástæðu.

Takmarkaðu virkni fyrir og eftir fóðrun

Til að koma í veg fyrir ólgu í maga skaltu forðast að láta hvolpinn hoppa um næstu 1 eða 2 klukkustundir eftir að hann borðar. Og ekki fóðra hann strax eftir að hann hefur verið að hamast mikið.

Gefðu hvolpinum að borða eftir að þú borðar

Hundar eru hópdýr sem þurfa að vita hvar þeir standa í virðingarröðinni. Gefðu honum að borða á eftir fjölskyldunni svo hann átti sig á að þið eruð ofar í virðingarröðinni en hann.

Hafðu matartímana rólega stund

Hafðu fóðurskálina á rólegum stað. Ónæði og umgangur getur dregið athygli hvolpsins frá fóðrinu. Fylgstu með honum meðan hann borðar, án þess að gera fjaðrafok úr því, því annars gæti hann orðið matsár eins og sagt er, eða farið að verja fóðrið sitt.

Borðað á réttum hraða

Ef hvolpurinn þinn gleypir fóðrið í sig, getur þú prófað að gefa honum fóðrið í þrautaskál. Ef hvolpurinn er mjög lengi að borða skaltu samt fjarlægja skálina eftir 15 til 20 mínútur svo hann venji sig ekki á að narta í matinn.

how to transition onto new food illustration

Hvernig á að skipta um mataræði hvolpsins

Skyndilegar breytingar á mataræði hvolpsins geta valdið honum meltingartruflunum eða jafnvel gert hann tortrygginn gagnvart matnum. Hvort sem þú ert að skipta yfir í mat fyrir fullorðna, skipta um fóðurtegund eða að byrja að gefa honum blandað mataræði er mikilvægt að kynna nýjan mat hægt og rólega. Við mælum með því að þú gefir þér viku í breytinguna og notir eftirfarandi hlutföll:
  • Dagur 1 og 2: 75% fyrri matur + 25% nýr matur
  • Dagur 3 og 4: 50% fyrri matur + 50% nýr matur
  • Dagur 5 og 6: 25% fyrri matur + 75% nýr matur
  • Dagur 7: 100% nýr matur

Lesa meira

Algengar spurningar um hvolpafóður

Magn fæðunnar sem hvolpurinn þinn þarfnast fer eftir stærðinni sem hann mun vaxa upp í á fullorðinsaldri. Flokkarnir eru örlítill, lítill, meðalstór, stór og risi. Veldu rétt hvolpafæði í samræmi við áætlaða fullorðinsstærð og fylgdu ávallt ráðlagðri skammtastærð á umbúðunum.

Hvolpar þurfa að halda áfram að borða sérhæft hvolpafæði þar til þeir hafa náð fullorðinsþroska. Hjá smærri hundakynjum getur það verið strax við átta mánaða aldur, en hjá stærri kynjum allt upp að tveggja ára aldri. Spurðu dýralækninn þinn hvenær hvolpurinn sé tilbúinn til að fá fullorðinsfæði.

Hvolpar geta byrjað að borða þurrt korn þegar þeir eru að afvenslast, sem hefst við fjögurra til fimm vikna aldur. En til að auðvelda hvolpum sem eru mjög litlir að borða og melta það er best að mýkja það með vatni fyrst um sinn.

Margt af því sem er hollt eða gómsætt fyrir okkur getur verið eitrað fyrir hunda og hvolpa. Þetta á m.a. við um eftirtalin matvæli, en takmarkast þó ekki við þau: soðin bein, feitur matur, súkkulaði, kaffi, möndlur, makadamíuhnetur, valhnetur, laukur, sumar sveppategundir, avókadó, hráar kartöflur, tómatar, hvítlaukur, spínat, apríkósur, ferskjur, kirsuber, vínber, rúsínur og rabarbari.

Heimagerður matur er mögulega ekki besti kosturinn fyrir hvolpinn þinn þar sem erfitt er að tryggja að fæðan innihaldi það næringarjafnvægi sem hann þarfnast. Hann skemmist líka fyrr, er að jafnaði dýrari og lengri tíma tekur að matreiða hann. Hágæða framleiðsluhvolpafæði er sérsniðið að þörfum hvolpsins og þú nýtur þægindanna af því að geta fengið bæði þurrt korn og blautfæði í dósum eða pokum.

Það er skynsamlegt að fylgjast með þyngd hvolpsins til að ganga úr skugga um að hann stækki eðlilega. Veggspjöld með skýringamyndum af ólíku holdafari hanga uppi hjá flestum dýralæknum og gefa góða mynd af útliti hunda í kjörþyngd, of feitum eða of grönnum hundum. Það er mikilvægt að vita hver kjörþyngd hundsins er. Það er hundinum óhollt að vera of grannholda eða of feitur. Hægt er að meta holdafar hvolpsins með því að horfa á hann og þreifa á honum. Dýralæknir getur kennt þér að meta holdafar hundsins þíns.

Ef þú velur rétt hágæðafóður, sem framleitt er sérstaklega til að uppfylla þarfir hvolpsins þíns, ætti það að veita öll næringarefnin sem hann þarfnast án þess að nauðsynlegt sé að gefa honum fæðubótarefni. Það borgar sig þó alltaf að leita til dýralæknisins og fá svör um sérstakar næringarþarfir hvolpsins þíns.

Þótt hundar séu oft taldir vera kjötætur, þá átu þeir bráðina alla þegar þeir lifðu villtir. Með því að éta innyfli bráðar sinnar, sem gat verið ýmist grasæta eða alæta, fengu þeir líka ákveðið magn grænmetis. Þess vegna eru blöndurnar okkar hannaðar til að endurspegla þá staðreynd að hundar borða ekki 100% kjötmeti frá náttúrunnar hendi.

Puppy feeding quiz

Test your knowledge and find out how much you've learnt by taking our quiz

Chocolate Labrador Retriever puppy in black and white on a white background Dalmatian puppy in black and white on a white background

Question 1 of 4

How often should you feed a three month old puppy?

Correct!

For all breed sizes, three month old puppies require three equally sized meals a day. Puppies are unable to regulate their food intake, so more regular, smaller portions are gentler on their digestive system.

or

Puppy standing outdoors next to a feeding bowl

Wrong

For all breed sizes, three month old puppies require three equally sized meals a day. Puppies are unable to regulate their food intake, so more regular, smaller portions are gentler on their digestive system.

or

Puppy standing outdoors next to a feeding bowl

Question 2 of 4

When should a large breed puppy transition onto adult food?

Correct!

Large breed dogs, with an average adult weight of 26 - 44kg, reach adulthood at 15 months. If large dogs transition onto adult food at a younger age, their nutritional needs may not be appropriately supported.

or

White Swiss Shepherd Dog puppies walking together outside

Wrong

Large dog breeds should be transitioned to adult diets at 15 months. Any sooner and their nutritional needs may not be appropriately supported. Any later and your dog may be receiving higher energy and protein content than they need.

or

White Swiss Shepherd Dog puppies walking together outside

Question 3 of 4

Why is it important to transition your puppy onto a new diet gradually?

Correct!

Dogs have sensitive stomachs, so transitioning their diet slowly over the course of a week will help to prevent digestive upset and ensure your puppy doesn’t become wary of food.

or

Two Golden Retriever puppies standing together outdoors drinking from a stainless steel bowl

Wrong

Dogs have sensitive stomachs, so transitioning their diet slowly over the course of a week will help to prevent digestive upset and ensure your puppy doesn’t become wary of food.

or

Two Golden Retriever puppies standing together outdoors drinking from a stainless steel bowl

Question 4 of 4

Which of the following micronutrients are responsible for supporting healthy joint development?

Correct!

Protein plays a vital role in healthy development of puppy tissue, muscle and skeleton.

or

Golden Retriever puppy running outdoors in the grass

Wrong

Protein plays a vital role in healthy development of puppy tissue, muscle and skeleton.

or

Golden Retriever puppy running outdoors in the grass

Thank you for taking the quiz

You scored 0/0

Lestu meira um fóðrun og næringu hvolpa

Delete.Foundation.DeleteFoundationCore.Models.ExtendedImage?.Alt

Útskýringar á næringarþörf hvolpa

View
Delete.Foundation.DeleteFoundationCore.Models.ExtendedImage?.Alt

Hvað á að gefa hvolpi að borða?

View

Hvolpavörurnar okkar

Finndu næringarfræðilega heildstætt mataræði sem er nákvæmlega sniðið að þörfum hvolpsins þíns.